Færsluflokkur: Bloggar

Komin aftur til baka!

Jæja, þá er lífið komið aftur í sína rútínu. Við komum heim á föstudaginn eftir fína Íslandsferð. Gott að komast aðeins í burtu og skipta um umhverfi og fólk, en mikið var líka gott að koma til baka. Þar sem dótið mitt er þar á ég heima, greinilega. Ekki fannst mér ég vera heima í Reykjavík, þó svo að mér líði nú alls ekki illa þar og gaman að hitta alla. Viss um að tilfinningin sé önnur "heima" í Neskaupstað og ég geti látið mér líða eins og heima í mömmudóti ;) En nú eru 11 vikur í Neskaupstað þar sem við ætlum að eyða sumarfríinu okkar í vinnu þar og Hafdís verður í góðum höndum móðursystur sinnar og ömmu og afa.

Við gerðum nú ekki íkja margt á Íslandi, heimsóttum ekki nánda nærri alla þá sem planað var að heimsækja, gerðum ekki nánda nærri allt sem planað var að gera svo fóru mamma og pabbi líka fyrr úr bænum en gert var ráð fyrir sem setti planið aðeins úr skorðum. En við gerðum samt gott úr þessu öllu saman og nutum okkar vel. Fermingarveislan hennar Önnu Margrétar var bara æðisleg, góður matur og þar hittum við líka mjög marga ættingja mína sem var bara gaman. Ekki eyðilagði veðrið þennan dag, sem var frábært.

Fyrsti skóladagur var í dag eftir páskafrí, ég var fegin þegar hann var búin. Fannst þetta bara vera eins og fyrsti skóladagurinn. Fegin að það er frí á morgun svo ég geti melt aðeins það sem verið var að tala um í dag og hvernig þessi módull verði. Aðeins meiri verkefnavinna fram að sumarprófum heldur en á fyrrihluta annar.

Síðan við komum heim er búið að vera 20° hiti, bara ljúft. Siggi bróðir pabba, konan hans og Begga frænka og fjölskylda komu hingað á laugardaginn frá Vejle. Við eyddum deginum með þeim í dýragarðinum, og borðuðum svo öll saman áður en þau fóru aftur til baka. Æðislegur dagur. Á sunnudeginum fórum við svo í vöfflukaffi til Hilmis og Svövu og svo í grill til Möggu og Pálma, frábær sunnudagur. Magga og Pálmi fóru líka til Íslands um páskana svo við höfðum um nóg að tala :)

Þar til næst...


Ein í kotinu!

Nú eru Helgi og Hafdís mætt á klakann... þau flugu í dag og fóru beint austur í framhaldi, þannig að þau eru mætt í Víðimýri 5, 740 Paradís. Ég er því ein í kotinu og hef það huggulegtWoundering Fékk mér Kebab durumrúllu hjá Tyrkjunum á horninu í kvöldmatinn, sofnaði svo pakksödd fyrir framan imbann yfir ANTM og veit þ.a.l. ekki hver datt út og missti af Bráðavaktinni!!! Vaknaði svo við þegar Helgi hringdi til að tilkynna að þau væru komin. Verð að viðurkenna að mig dauðlangar að vera með þeim, en það er nú bara vika þar til ég fer til ÍslandsWink

Skóli á morgun, eða námskeið öllu heldur, síðasti dagurinn fyrir próf!! Helgin fer í það að lesa, mánudagur og þriðjudagur, prófið er svo kl. 12.30 á miðvikudaginn. Spáir hér allt að 17 stiga hita um helgina og ég að lesa... kannski maður stingi nefinu út og lesi pínu þar.

Hef aldrei áður verið svona án Hafdísar, þetta er pínu tómlegt. Hef svona tilfinningu eins og ég sé að gleyma einhverju! Ekkert nesti að smyrja, ekkert að taka til föt á hana... En ég nýt mín, það verður notalegt í fyrramálið að hafa allan tímann bara fyrir mig. DejligtGrin

Þar til næst...


Það styttist, það styttist!!

Jæja það styttist í próf... en það er bót í máli að það styttist þá líka í Íslandsferðina!! Ég get nú ekki lýst þeirri tilfinningu að vera stressuð og spennt á sama tíma, þessar tilfinningar rífast hreinlega um plássið í maganum á mér og það eina sem huggar magann í þessum slagsmálum er súkkulaði. LoL Þannig ég er dugleg þessa dagana að éta súkkulaði!!

Hafdís er úberspennt fyrir ferðinni, sagði við eina fóstruna á leikskólanum að hún væri að fara til Íslands, og ætli aldrei að koma aftur á leikskólann... hahahaha!!! Og það var sagt með tilþrifum á dönsku. Hún er annars búin að vera eins og engill núna síðustu daga, við bara söknum bara nærri uppátækjanna... hún er að hætta að vera barn og er orðin krakki, krakki sem kann stundum að hlýðaWink

Ég er samt að reyna að láta mig ekki hlakka of mikið til að fara, til að halda einbeitningu á prófið. Það er bara svo auðvelt að detta í dagdrauma og hugsa um allt það sem ég ætla að gera þennan stutta tíma sem ég er á Íslandi. Allt sem ég ætla að borða og allt sem ég ætla að kaupa til að fara með aftur út... Dísúss hvað maður getur verið klikk!!

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum undanfarið, verkefni, verkefni og verkefni. Sem betur fer á ég rosalega góða og sæta vinkonu hér sem hjálpar mér með allt. Ég meina það ég veit hreinlega ekki hvar ég væri ef Möggu nyti ekki við. Sæti sjálfsagt grenjandi í ferðatösku með allt á hælunum. Hún er bestSmile En Magga er búin að hjálpa mér núna með stærstu skilaverkefnin þar sem danskan mín er ekki enn upp á marga fiska. Mér finnst ég samt dugleg að tala og hef ekki ennþá talað ensku í Danmörku!! Enda er það ekki tungumálið sem þeir tala hér... híhíhí...

Þar til næst...


Ísland hér kem ég ;)

Já, við fjölskyldan ákváðum það að skella okkur til Íslands um páskanaSmile Fer reyndar ekki austur, verð í Reykjavík í eina viku og svo aftur út. Er að fara í próf 8. apríl og flýg svo heim 9. apríl, förum svo aftur út 17. Það á að ferma Önnu Margréti 5. apríl og veislan hennar verður í RVK þann ellefta. Ég bara gat ekki hugsað mér að missa af þessu með henni, missi reyndar af fermingunni sjálfri en veislan er betra en ekkert.

Það hefur ekki mikið gerst hjá okkur hér í DK undanfarnar vikur. Heilsa mín er miklu betri og kastið yfirstaðiðGrin Þannig nú er ég að reyna að vinna upp það sem ég lét eiga sig, og það er bara erfiðara gert en sagt! Skelltum okkur um daginn til Beggu frænku og Gísla til Vejle, alltaf gaman að hitta þau.

Hafdís er orðin frekar spennt yfir Íslandsferðinni, hún byrjaði strax að pakka niður og í töskuna fóru sundgleraugu, einn armkútur (hún fann ekki hinn og fannst það bara í lagi) og þá var hún klár. Svo það er bókað hvað við eigum eftir að gera á Íslandi, sund 2svar á dagWink Annars fórum við mæðgur í sund í dag til Nyborgar, það er svona hálftíma akstur þangað en alveg þess virði. Vorum í lauginni í 2 tíma, bara æðislegt.

Nú mallar Nýsjálenska lærið í ofninum, Helgi er í bænum að horfa á Liverpool mala Aston VillaGrin og við Hafdís huggum okkur fyrir framan Disney stöðina á meðan.

Þar til næst...

 


...

Jæja, þá eru 3 dagar búnir af 4 í praktikinni. Ég læt mig hafa þetta og ætla svo bara að liggja eins og klessa á föstudag, laugardag og sunnudag, reyna að jafna mig sem best og safna kröftum fyrir næstu vikuWink En þetta er búið að vera mjög gaman, ég segi nú ekki mikið en spyr alltaf þegar ég skil ekki eitthvað, sem er jú mikilvægast. Það er svo fyndið að vera þögla gellan þar sem það er alls ekki ég! Að geta ekki blandað mér í samræðurnar á kaffistofunni, vita rétta svarið en geta bara alls ekki sagt það.... Púha! Væri líka eflaust miklu betra ef ég væri frábær í heilsunni, en það er ekki á allt kosið. Ég fer aftur þarna í praktik í haust og þá ætla ég nú að geta talað aðeins meira.

Fórum á öskudagsskemmtun hjá Íslendingafélaginu síðustu helgi, Hafdís var að sjálfsögðu ljón, það var fínt, barnið skemmti sér allavega vel og það er fyrir mestu. Hún var nú samt ekki með mikla eirð í það slá tunnuna, sló einu sinni og svo var hún rokin að leika sér. En gat vel farið og þegið nammið sem datt úr tunnunni þegar hún sprakk!!

Nú hef ég mikla trú á því að vorið sé að koma, gaman að vakna á morgnana og það er bara orðið alveg bjart. Í dag skín sólin skært og reynir að hita upp jörðina. Það er vor í lofti - og svo kemur rigning pottþétt, hehe!

Ætla að leggja mig núna áður en dísin kemur heim af leikskólanumGrin

Þar til næst...


Pizza með pepperoni

Lífið hér í DK gengur sinn vanagang á Demantsvegi 20. Ég er reyndar búin að vera tilfinningalaus í andlitinu með lítinn mátt í vinstri helming og jafnvægislaus núna undanfarna daga. Er að vonast til að lagast eitthvað af þessu núna um helgina þar sem ég byjra í praktik í næstu viku!! Vonandi geng ég ekki um á sjúkrahúsinu í Nyborg eins og ég sé komin á 3ja bjórTounge

Hafdís var á Festilavnsfest í leikskólanum á mándudaginn var, og fór sem ljón. Hún var flott ljón og eina ljónið á leikskólanum... Það var mikið stuð og dagana á eftir vildi hún bara fara aftur í ljónabúning í leikskólann..! Á sunnudaginn ætlum við að fara á öskudagsball hjá Íslendingafélaginu og þá getur hún notað búninginn aftur.

Okkur gengur annars bara fínt í skólanum held ég bara. Ég mætti reyndar lítið í síðustu viku, vinn það vonandi upp núna um helgina og svo vikuna sem ég er í praktikinni. Helgi stendur sig með ágætum í sínum skóla, hann skilur alltaf meir og meir á hverjum degi og er duglegur að ydda blýantana sínaWink

Í gær var pizzadagur hjá okkur og bara besta pizza sem við höfum haft til þessa! Mamma sendi okkur pepperoni frá Íslandi... mmmm.... Ég veit hreinlega ekki hvor er klikkaðari, Ég að biðja hana um að senda mér pepperoni eða hún að láta það eftir mérGrin En pizzan var GÓÓÓÓÐÐ!!

Jæja Hafdís kallar á mig úr sófanum að horfa með sér á tv. Ekki get ég látið angaskinnið vera eina fyrir framan imbann svona á laugardagsmorgniLoL

Þar til næst...


Föstudagur til ...

Þá er aftur komin föstudagur!! Tíminn líður ekkert smá hratt á gervihnattaröld og facebook er algjör tímaþjófur!!

Við Hafdís erum einar heima og höfum það gott. Það er vetrarfrí í Dk og við erum heima í dag! Við fengum reyndar ekki vetrarfrí í skólanum og Hafdís þ.a.l. ekki heldur á leikskólanum, nema í dag þar sem ég er í fríi í dag! Helgi skrapp til Kaupmannahafnar á fótboltaleik í gær og ætlar að taka þar einkatíma í stærðfræði í dag hjá Önnu hans Hödda. Hann vonandi lærir eitthvað þar. Ég ætlaði að nýta mér það að hafa hann ekki heima og læra vel í gærkveldi fyrir míkróbíologiu próf sem ég er að fara í á mánudaginn, en neeeeiiii við mæðgur sofnuðum fyrir framan sjónvarpið kl. 21 og ég færði okkur svo inn í rúm um 2 leytið í nótt. Sváfum svo til 8!!!! Bara gott að sofa svona, þurfti alveg á því að halda því undanfarna daga hefur einhver ógurleg þreyta herjað á mig. Reyni að láta hana ekki hafa áhrif á mig, en það er erfitt að hundsa þetta... ! Ég læri fyrir prófið í kvöld og um helgina.

Annars er Festilavn á sunnudagin. Það er svona eins og öskudagur og bolludagur og sprengidagur allir saman þjappaðir í einn dag, en haldið upp á það í heila viku. Hafdís á að mæta í búning á leikskólann á mánudaginn. Hún vildi vera ljón svo við keyptum ljónabúning á hana. Í búðinni sýndi ég henni fullt af allskonar búningum, rosa fallegir prinsessubúningar, kisur og kanínur en nei hún vildi bara vera ljón. Þegar heim var komið, og hún komin í búninginn segir hún; "mamma, farðu núna aftur í búðina og keyptu handa mér prinsessubúning..." hahaha!! En hún verður ljón og það var ekki látið eftir henni!

Þar til næst...

 


Allt á fullu

Skólinn byrjaði aldeilis með trukki og ég sé ekki uppúr bókunum!! Get ekki sagt að ég skilji allt sem fer fram í tímunum, því þá væri ég að ljúga, en skil svona mestmegnis. Kennararnir eru fínir og sömuleiðis bekkurinn minn. Ég sit auðvitað aftast með aldursforseta bekksins, Piu, sem lætur það ekkert fara í taugarnar á sér að ég er alltaf að spyrja hvað kennararnir eru að segja. Það er mikið um hópavinnu og ég er í nokkuð fínum hóp, með sessunautum mínum Pia og Marianne og svo einni annari. Vorkenni þeim reyndar að vera með málleysingjanum og orðabókinni minni því hún er svo mikill tímaþjófur... En þetta kemur allt með kalda vatninu (sem reyndar er ógeðslega dýrt í DK!). Þannig að ég les og les, Radiografisk anatomy og fysilogi, mikrobiologi, studieteknik, filosofi og kommunikation. En sem komið er gengur þetta allt saman velGrin 

Helgi er líka á fullu í sínum skóla, les efnafræði, stærðfræði, ensku og dönsku. Efnafræðin vefst eitthvað fyrir honum og það er fag sem ég bara kann ALLS EKKI!! Svo hann þiggur aðstoð með þökkum ef einhver er til í að hjálpa!

Hafdís hefur það líka gott. Hún plummar sig fínt á leikskólanum sem fyrr. Fóstrurnar og fóstrinn eru bara ánægð með hana þessa dagana, hún er farin að tala svo mikið og farin að taka þátt í söng og samræðum. Tekur það þó enn ekki í mál að kenna okkur þessa dönsku söngva eða vísur sem hún lærir á leikskólanum.

Keypti mér nýja fartölvu í dag, það er engin kreppa hjá námsmönnum á námslánum!! Erum búin að tala lengi um að kaupa nýja tölvu og nú þegar við erum bæði í skóla verðum við hreinlega að vera með tvær. Fyrir valinu varð Medion, er ekki búin að kveikja á henni enn. Ætla að bjóða Pálma í mat á laugardaginn og láta hann fikta hana í gang, kannski býð ég Möggu með honum og Júlíu líka! Keyptum líka harðan disk til að taka til í gömlu tölvunni, 1000 gb., þessi talva er nefnilega svo stútfull af einhverju að ég get ekki hlaðið inn myndum úr myndavélinni því þá mundi hún hrynja! Þess vegna eru ekki nýjar myndir á barnalandi.

En er farin að sofa í hausinn á mér til að vera tilbúin fyrir baunana á morgun

Þar til næst...


Smá fréttir!!

Hér er allt á fullu í skólastressi... Helgi byrjaði í skólanum á mánudaginn og líkar bara vel við skóla og nemendur. Sér fram á erfiðan lærivetur!! Fyrsta vikan hjá honum er svona nýnemavika, kynning á skólanum og því sem framundan er og til að þjappa nemendum saman. Hann er með 3 öðrum Íslendinum í náminu og þeir eiga vonandi eftir að hjálpa hver öðrum að komast í gegnum þetta. Ég byrja svo á mánudaginn. Get nú ekki sagt annað en að stressið er farið að gera smá vart við sig, en minna eftir að ég skoðaði "mitt" svæði á skólasíðunni og sé svona hverju ég má eiga von á. En mér finnst bara alltaf erfitt að fara ein innan um fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt, hvað þá þegar ég skil takmarkað. En það eru flestir þarna einir og þekkja ekki neinn, kannski ekki með skilningsörðuleika... ég er ekki ein á bátiWink

Hafdísi líkar alltaf betur og betur á leikskólanum. Er farin að tala helling dönsku, þykist ekki skilja þegar verið er að skamma hana en skilur allt þegar henni er boðið eitthvað skemmtilegt... hehe... kannski hefur hún bara alltaf verið svoleiðisWoundering Jóna frænka koma að heimsækja Halldóru um daginn og færði Hafdísi mysing, þvílíkk hamingja á þessu heimili. Hafdís borðar eitthvað af nestinu sínu þessa dagana, allavega mysingbrauðiðWink Henni líst þó ekkert á það að við séum bæði að fara í skóla og hún bara í leikskóla sem heitir ekki einu sinni leikskóli heldur børnehave!! Hún vill líka fara í skóla!!

Eigum von á gestum um helgina. Begga og Gísli eru að spá í að kíkja hingað frá Vejle, ætla bara að taka lestina. Þau eru dugleg. Ég hef ekki ennþá farið í lest síðan við fluttum. Helgi er búin að fara einu sinni til Kaupmannahafnar, ég fór ekki með því ég var að vinna daginn eftir!

Þar til næst...


Skólafólk í Óðinsvé

Sólin skín og himininn er blár í Óðinsvé þennan daginn. Er bara ekki frá því að það sé vor í lofti, segja það Danirnir að það styttist í vorið. Ég hlakka til að fá sólina hærra á loft og lengri dagaWink

Helgi hefur ekki enn fengið neina vinnu svo hann tók á það ráð að sækja um í skóla. Umsóknarfresturinn rann reyndar út 5. desember en hann fékk að leggja inn umsókn þrátt fyrir það. Hann vantar reyndar einhverja staðfestingu á því að hann sé búin með 10. bekk, það er verið að leita í gömlum skjölum að því í Neskaupstað. Bara gott að eiga góða aðSmile Og ef allt fer vel byrjar hann í Adgangskursus í Teknikum á þriðjudaginn næsta, ég byrja svo á mánudeginum á eftir honum þannig að það er allt að gerast hjá okkur þessa dagana. Stella og Helgi skólafólk!!

Fórum og heimsóttum Berglindi Þóru, Gísla og Írisi Evu dóttir þeirra til Vejle síðustu helgi. Íris og Hafdís léku sér mjög vel saman. Bara gott fyrir Hafdísi að komast í svona stelpuherbergi að róta til. Við fengum geggjað að borða hjá þeim og fórum snemma um morguninn í rúmið... Var ekkert sérlega glöð þegar Hafdís vildi bara fara á fætur kl. 9 um morguninn hehe.. En eyddum svo deginum  með þeim og fórum heim á laugardagskvöldið. Þannig að nú eigum við nýtt frændfólk hér í DK og getum haldið áfram að flakka um Danmörku í heimsóknir. Þær hafa nú farið minnkandi þar sem ég vinn mikið um helgar, var t.d. í fyrsta helgarfríinu (heila helgi) síðan í Nóvember! Er að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda áfram að vinna á hótelinu um helgar eða helga mig gjörsamlega skólanum. Er samt búin að segja já við febrúar.

Þar til næst...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband