Smá fréttir!!

Hér er allt á fullu í skólastressi... Helgi byrjaði í skólanum á mánudaginn og líkar bara vel við skóla og nemendur. Sér fram á erfiðan lærivetur!! Fyrsta vikan hjá honum er svona nýnemavika, kynning á skólanum og því sem framundan er og til að þjappa nemendum saman. Hann er með 3 öðrum Íslendinum í náminu og þeir eiga vonandi eftir að hjálpa hver öðrum að komast í gegnum þetta. Ég byrja svo á mánudaginn. Get nú ekki sagt annað en að stressið er farið að gera smá vart við sig, en minna eftir að ég skoðaði "mitt" svæði á skólasíðunni og sé svona hverju ég má eiga von á. En mér finnst bara alltaf erfitt að fara ein innan um fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt, hvað þá þegar ég skil takmarkað. En það eru flestir þarna einir og þekkja ekki neinn, kannski ekki með skilningsörðuleika... ég er ekki ein á bátiWink

Hafdísi líkar alltaf betur og betur á leikskólanum. Er farin að tala helling dönsku, þykist ekki skilja þegar verið er að skamma hana en skilur allt þegar henni er boðið eitthvað skemmtilegt... hehe... kannski hefur hún bara alltaf verið svoleiðisWoundering Jóna frænka koma að heimsækja Halldóru um daginn og færði Hafdísi mysing, þvílíkk hamingja á þessu heimili. Hafdís borðar eitthvað af nestinu sínu þessa dagana, allavega mysingbrauðiðWink Henni líst þó ekkert á það að við séum bæði að fara í skóla og hún bara í leikskóla sem heitir ekki einu sinni leikskóli heldur børnehave!! Hún vill líka fara í skóla!!

Eigum von á gestum um helgina. Begga og Gísli eru að spá í að kíkja hingað frá Vejle, ætla bara að taka lestina. Þau eru dugleg. Ég hef ekki ennþá farið í lest síðan við fluttum. Helgi er búin að fara einu sinni til Kaupmannahafnar, ég fór ekki með því ég var að vinna daginn eftir!

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Stella, þú átt eftir að eisa þennan skóla og Helgi líka... Hef fulla trú á ykkur.

Hafdís hefur erft valheyrnina frá Hrund frænku...bara fyndið;)

Heyri vonandi í ykkur fljótlega, héðan er fínt að frétta, 2 tennur og mikill veltingur. Annars er bara brosað og hlegið, drukkið, prumpað og stundum kúkað:) Hann er náttlega bara fullkominn hann Jakob minn:)

knús á liðið, Hrundin 

Hrund og co (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Kmið þið sæl elskurnar mínar. Gott að heyra að allt gengur vel. Auðvitað klárið þið ykkur af skólunum báðum, engin spurning. Gaman að heyra að sú stutta er farin að kannski að slá þér við í baunamálinu. Knús og klem.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.1.2009 kl. 11:55

3 identicon

Hvað er ekki til mysingur í Danmörku? Held að það séu til allavega 5 tegundir í Noregi. Þeir kalla það bara Prim. Skemmtu þér í skólanum þú kynnist einhverjum þegar þið verðið "neydd" í hópavinnu. 

 Kv Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband