Nokkrar línur af Demantsveginum

Jæja, það er nú frekar langt síðan ég bloggaði og kominn tími á nokkrar línur!

Það er nú ekki margt að gerast hjá okkur þessa dagana. Sumarið er komið með sól og hita, við erum meira að segja mjög dugleg að hanga bara inni því þar er betra en úti :) Skólinn gengur sinn vanagang hjá okkur Helga, við mætum allavega á hverjum degi og svo er bara spurning hvað af námsefninu síast inn. Búið að vera frekar strembið undanfarnar vikur. Kvíði fyrir prófunum er farinn að segja svolítið til sín en það er nú ekki langt í að þessi önn sé á enda, ég fer í próf 25. júní og Helgi eitthvað fyrr.

En annars erum við búin að panta okkur far með Norrænu til Íslands og er áætlaður komutími á Seyðisfjörð 2. júlí. Ég byrja strax að vinna á sjúkrahúsinu og Helgi fer í álverið, svo verður það bara vinna-vinna-vinna allt sumarið og förum til baka 13. ágúst. Svo það verður ekki mikið sumarfrí hjá okkur, gæti þó verið að maður skelli sér í eina útilegu eða svo...

Hafdís skutla hlakkar svo til að fara heim í sumar, segist ætla að fara alltaf í sund með afa sínum og ömmu því þau fari alltaf með henni í sund... Það verður gott fyrir hana að fá smá frí frá okkur og vera með einhverjum öðrum. Annars fórum við með snuddurnar hennar á snuddutréið um daginn. Hún var þó búin að vera hætt með þær í þónokkurn tíma þegar ferðin á snuddutréið var farin, en hún er bara frekar sátt við að þær séu farnar og mælir tennurnar á hverjum degi til að sjá hvort snuddutennurnar séu nú ekki að fara.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kíki stundum á þig hérna.

Borgar sig nokkuð að koma til Íslands og vinna? Náið rétt að vinna fyrir ferðakostnaðinum :) Hljómar betur að vera bara í sólinni í Danmörk og sötra einn tvo kalda

Annars ætlaði ég bara að óska þér til hamingju með daginn í dag!! Við munum skála fyrir þér á fermingarbarnamótinu

kv frá Egilsstöðum

Heiða Árna (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband