Próf-smóf

Vikurnar fljúga áfram hér í Óðinsvé, áður en við vitum af verðum við farin að plana jól!!! En það er komin frekar mikill spenningur í okkur að fara heim, enda ekki mánuður í heimferðina. Og svo er það tilhlökkunin að Hrafnhildur og Viktor ætla með okkur til baka og búa með okkur í Odense næsta veturGrin Ég hafði aldrei áhyggjur af því að fyrir utan mömmu og pabba yrði Hrafnhildur fyrst til að heimsækja okkur, en flokkast það sem heimsókn að hún flytji?!?!

Helgi er lokaður inni í skólanum sínum í dag og ætlar að vera það alla helgina, hann fer í próf á mánudag og þriðjudag (efnafræði á mánudag og ensku á þriðjudag). Hann situr þar með bekkjarbræðrum sínum og þeir lesa og lesa. Get ekki annað sagt en að það sé smá öfund frá mér að hann verði búin svona langt á undan mér.

Begga frænka kom til mín í dag og gaf mér Emami kjólinn í afmælisgjöf, þannig að nú er ég súperglaður emamikjólaeigandi sem veit ekkert hvernig þessi dula virkar... verð að leggjast fyrir framan kennslumyndböndin á netinu, hahaha!!

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband