16.6.2008 | 18:20
Ísbjörn á Íslandi!!!
Nú er allt í háalofti yfir ísbjörnum sem gagna hér á land. Hér í eina tíð þótti það ekki tiltökumál að þessi stóru bjarndýr sæust hér, þeir slæddust þá eins og nú hingað með ísjökum og var meira að segja meira um það. Þá tóku bændur á móti þeim með góða haglabyssu og skutu þá á færi til að vera fyrri til annars færi bangsi í féð, hestana og fengi sér svo kannski væna fjölskyldu í eftirrétt. Þá var ekki mikið hugsað um að ná þeim lifandi og senda þá aftur þaðan sem þeir komu og engin dýraverndunarsamtök sem ætluðust til þess heldur. (ekki taka því þannig að mér þyki ekki vænt um dýr)
En í dag er þetta auðvitað annað mál. Birnirnir eru í útrýmingarhættu og eru friðaðir nema þeir stofni mannfólki í hættu. Það er hægt að fanga björninn og panta fyrir hann far með skipi eða flugvél undir bangsa. Hingað eru á leiðinni dýragarðsverðir frá Danmörku (björninn hlýtur að skilja dönsku þar sem hann er frá Grænlandi eða hvað!!), með búr til að fanga dýrið. Og hvað svo? Annað hvort að koma honum til Grænlands aftur en Grænlendingar vilja víst ekki sjá greyið eða koma honum í dýragarð. En hvernig er það fyrir svona stórt dýr sem hefur alla tíð verið frjáls að láta loka sig inni í litlu búri? Kannski er það betra fyrir dýrið að fá að fara aftur á heimaslóðir á ný.
En hver ber svo kostnaðinn af flutningunum? Hver borgar fyrir dýragarðsmennina sem eru á leiðinni hingað? Auðvitað er alltaf erfitt þegar svona falleg dýr eru drepin en þau eru stórhættuleg, bangsi er orðinn svangur og mundi ráðast á hvað sem er. Svo er ódýrara fyrir íslenska ríkið að skjóta hann á færi og nota peningana í eitthvað skynsamlegt. En þetta er bara mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðanir annarra.
Þar til næst...
Reynt að ná birninum lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætlar ekki Bónus gengið að borga fyrir bangsann út Eða e-ð af því liði ..
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 16.6.2008 kl. 21:42
Björgúlfur Thor, fer samt ekki ofan af því að það er hægt að gera eitthvað annað skynsamlegra við peningana!!
Stella Rán, 16.6.2008 kl. 22:56
Sammála þér, reyna frekar að vernda heimkynni þeirra. Pælið þið í hvað mikil mengun fylgir því að bjarga einu svona dýri? Bjössa vinir ættu að láta verkin tala og sleppa flugferðum til útlanda og nota strætó í framtíðinni.
ha ha (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 02:15
Skrítið, Björgúlfur ætlar að borga fyrir borgun bangsa, en eru það ekki þeir sem ferðast með einkaþotum sem valda hvað mestum gróðurhúsaáhrifum. Ísbirnir eru nefnilega ekki í útrýmingarhættu vegna þess hve fáir þeir eru,heldur vegna þess að heimkynni þeirra eru að eyðileggjast. Þessar aðgerðir menga mikið og hver ætlar að kolefnisjafna kvikindið. Bjössa vinir ættu að sýna í verki að þeir séu til í að fórna utanlandsferðum og einkabílnum til að bjarga heimkynnum bangsa.
ha ha (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 09:35
Björgúlfur á fullt af peningum .. Þetta er bara smotterí fyrir hann, svo gerir þetta hann líka svo hel... sexý .. ha ha .. og hver er að kommenta hér ?
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.