19.6.2008 | 00:05
17. júní
Því lýðveldið Ísland á afmæli í dag - Hæ hó jibbíjei og jibbíjeijei, það er kominn 17. júní... Þetta er það eina sem ég kann úr þessu lagi en ég kenndi Hafdísi að syngja það hátt og snjallt (sá sem syngur hæst syngur best)
Vá ég elska 17. júní, ég elska 17. júní næstum jafn mikið og mitt eigið afmæli. Kannski af því að ég er Íslendingur og er svakalega stolt af því eða þá að það eru flest allir spariklæddir niðrí bæ, eyða peningunum sínum í vitleysu í góðri trú um að vera að styrkja eitthvað og gefa krökkum sínum hvað sem þau vilja. Ég er þar engin undantekning, var farin að hlakka til strax 16. júní að fara með Hafdísi á hátíðarhöldin og kaupa gasblöðru handa henni með einhverri fígúru og stóran sleikjó, helst snuddusleikjó. Reynar fannst mér þessi hátíðarhöld í Fjarðabyggð ekkert hreint æðisleg en það var gaman að hafa farið. Það var allt á Reyðarfirði þar sem það er svo miðsvæðis, fyrir þetta stóra sameinaða sveitarfélag. Karíus og Baktus mættu á svæðið og það var það sem stóð uppúr hjá minni dömu, gasblaðran og svo hoppukastali sem hún reyndar var of lítil til að fara í, en þá er gott að eiga stóran frænda sem passar litla frænku. Andri Snær stóð sig eins og hetja við að hljálpa henni upp og niður aftur.
Finnst reyndar skemmtilegra að vera í Reykjavík þegar við höldum upp á þjóðhátíðardaginn. Þar er svo mikið um að vera. Man mjög vel eftir þessum degi þegar ég var 9 ára. Pabbi fór með okkur systur niður í bæ og mamma var að vinna, hann átti ekki mikinn pening en var búinn að spara til að geta keypt handa okkur gasblöðrur, ég fékk páfagauk ég man þó ekki hvað Kristín fékk, svo fengum við risasleikjósnuð. Pabbi var besti pabbinn í öllum heiminum. Svo þvældist hann með okkur útum allan miðbæinn. Þegar við horfðum á sviðið á Ingólfstorgi hélt hann á okkur á háhest til skiptis oh... það var svo gaman að vera á háhest og ég fékk hann til að halda á mér líka að bílnum, á háhest. Ég hef aldrei verið nett, aldrei, ekki einu sinni þegar ég var 9 ára. Þegar við komum heim hnerraði pabbi svo kröftulega að þreytt bak hans hrundi saman og hann lá í 2 vikur. Ég kenndi mér um þetta algjörlega og geri enn. En við hlæjum samt að þessu og minnumst þess að hann hefði betur haldið á Kristínu þar sem hún var léttari en ég, en ég var 3 árum yngri og fékk að ráða!!! ´
13 dagar í Tenerife, og það er verið að byðja Íslendinga að spara!!! Þar til næst...
Athugasemdir
Hehehe vá hvað pabbi þinn hefur verið góður, held að minn hefði sko ekki þolað að halda á mér hehe, enda varst þú þveng mjó hliðin á mér
Steinunn (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 10:59
Spara þvara .. Við verðum sko grand þarna .. Ekkert ódýrt handa mér takk !
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:23
spara, spara, spara ojbara... segi ég eins og Eyrún Eyðslukló vinkona mín orðaði það. Auðvitað fáum við okkur bara það flottasta og vonandi verð ég sprangandi á dýrasta bikiní íslands
Stella Rán, 19.6.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.