31.7.2008 | 23:56
Allt að gerast!!!
Það er alveg að koma verslunarmannahelgi, tíminn er svo fljótur að líða... Aðeins 2 dagar í brúðkaup og allt á fullu fyrir það. Kristín Harpa kom fyrir viku og er búin að vera ómissandi í undirbúningnum hún er á fullu í öllu. Fékk hana til að vera veislustjóra og ég er viss um að hún eigi eftir að standa sig með prýði. Þóra ætlar að vera henni innan handar enda á ég það inni hjá henni eftir að hafa stjórnað hennar veislu Einnig er Helga fjölskylda mætt á svæðið, Ósk með krógana sína Markús og Matthildi og Ingibjörg og Gerður eru líka búnar að vera hér vikuna fyrir. Bara gaman að hafa alla þessa "sunnlendinga" hér. Það er nú bara ekki hægt að segja annað en að ég er farin að hlakka til laugardagsins. Hélt reyndar að ég myndi aldrei finna mig knúna til að vera gift, en er farin að venjast tilhugsuninni.
Annars fór ég með Helga á hreindýr á mánudaginn, gengum ásamt Sigurjóni í 12 klukkutíma án þess að sjá tarfinn sem átti að fá kúluna. Hittum þó fram á 80 dýr en það voru allt kýr og kálfar og þar sem Helgi er með tarf þá... þannig að við fórum þreytt heim eftir daginn með ekkert hreindýr. En það verður bara reynt aftur þriðjudaginn eftir versló og þá komum við heim með dýr.
Af flutninum er allt það sama að frétta, förum í Norrænu 14. kl. 16. Ekki komin með íbúð, ekki búin að leigja okkar, ekki kominn inn í skólann í Herlev, en er komin í skólann í Óðinsvé í geislafræði Svörin úr skólanum í Herlev hljóta að koma á morgun svo verðum við bara að ákveða - höfum 6 daga til þess!!!
þar til næst...
Athugasemdir
Innilega til hamingju með daginn sætu:) Ég vona að þið skemmtið ykkur konunglega!
Ragna (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.