Áfram Ísland

Nú ættu allir Íslendingar að dusta af þjóðsöngnum sínum og syngja hátt og snjallt með þegar strákarnir fá gullið um hálsinn og horfa á íslenska fánann dreginn að húni í miðju þriggja fána.

Hvað eru ólympíuleikarnir gamlir? Þetta er í fyrsta skipti sem þjóð undir milljón manns kemst í úrslit í hópaíþrótt. Þetta gerir mann ennþá stoltari af þessum strákum og af því að vera Íslendingur. Við hér í "kirkjugarðinum" ætlum að gera eins og forsetinn mælist til og ætlum að halda þjóðhátíð. Það verður vaknað snemma til að vera fullfrískur þegar leikurinn byrjar, þeir sem vilja félagsskap með leiknum eru velkomnir til okkar. Verðum pottþétt komin á fætur kl. 07.03 til að senda góða strauma til Kína.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.,
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.

Þar til næst...


mbl.is „Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Kannski að við mætum bara ;) ..

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 23.8.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband