Komin til Danmerkur ;)

Jæja þá erum við komin til Danmerkur, erum í góðu yfirlæti hjá Guðrúnu Höllu í Herning. Hingað var gott að koma eftir 3 sólahringa siglingu með Norrænu. Sjóriðan alveg að fara með okkur og það er eins og það sé að renna af manni eftir 10 bjóra drykkju...

Mamma, pabbi og Anna Margrét fylgdu okkur á Seyðisfjörð og biðu með okkur Hafdísi á meðan Helgi fór með bílinn í ferjuna. Mamma nestaði okkur fyrir ferjuna með afar góðum morgunmat, kippu af Egils-Kristal og svala. Takk mamma, þetta reddaði okkur alvegKissing Það var ekkert sérstakt í sjóinn að Færeyjum en þar fengum við að fara í land í nokkra tíma. Þar sem við vorum næstum búin með nestið sem mamma gaf okkur nestuðum við okkur upp þar, þegar við vorum búin að fá leiðbeiningar frá Ægi um næstu búð!!! Svo fengum við okkur að borða á Café Natúr áður en við fórum aftur um borð. Svo var haldið til Bergen, á leiðinni þangað var viðbjóður í sjóinn en engin sjóveikur af okkur, fyrir utan eina spýju hjá Hafdísi en hún er skrifuð á of mikið nammiátGrin Ferðin til Bergen gekk því hægt fyrir sig og mikil seinkun var á ferjunni og fengum við því ekki að fara þar í land. Svo var það bara Hanstholm næsta stopp og þangað var gott í sjóinn. Þetta var fínt ferðalag, en allt dýrt í Norrænu og það eina sem við borðuðum um borð voru pulsur, snakk og nammi. Það verður gott að fá mat, en Guðrún og Helga mamma hennar ætla að bjóða okkur í lasagna. Mmmmm það verður bara gott.

Svo er það bara Odense á morgun þar sem við ætlum að vera hjá Möggu og Pálma til að byrja með, eða þar til við fáum íbúð.

Þar til næst...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooooh,,,,

við söknum ykkar æðislega mikið . En það er gott að ferðinn gekk svona vel . En við heyrum seinna í ykkur;).

-annamargrétxd

p.s. ég sef í ykkar bóli nenínaní búbú

-annamargrét xd (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 21:49

2 identicon

Velkominn til Danmerkur.. Gott að allt gekk vel. úff já það er víst sorglega dýrt í Norænu sem er fáránlegt.  Gangi ykkur vel kveðja úr rigingunni

Sigga Magga (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:48

3 identicon

Velkomin til Danmerkur jeii loksins loksins kominn  gott að ferðin hafi tekist vel og engin sjóveikur.

Hafið það gott og gangi ykkur súper vel

MBK Hugga,Óðinn og skvísurnar

Hugga (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:50

4 identicon

Elsku dúllur!! 

Gott að allt gekk svona vel, hugsum til ykkar hér í rokinu og rigningunni!

Markús gubbaði um daginn af hreinu nammiáti... þetta er kannski eitthvað svona ættar... allavega græðgin! hóst hóst!! 

Biðjum kærlega að heilsa Guðrún Höllu og Helgu, og auðviðtað litlu pjökkunum!

knús á ykkur duglega fjölskylda,

kveðja Breiðvangsmafían

Ósk og co (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 17:55

5 identicon

Æ hvað er gott að heyra aðeins af ykkur. gott að þið komust heil  á húfi til Danmerkur.

Gangi ykkur vel og við höldum áfram að fylgjast með ykkur.

 Kv. Anna Kristín og Co.

Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:10

6 identicon

Takk kærlega fyrir komuna og alla hjálpina, ég er búin að standa hér í stofunni minni í allan dag og bara horfa á hana hihihi

Það var æðislega gaman að fá ykkur í heimsókn og þið eruð náttúrulega alltaf velkomin Gangi ykkur bara vel að finna íbúð og ef ég get eitthvað gert þá bara hringiði

Knús og kossar,

Guðrún, mamma og strákarnir

P.s Ósk við biðjum rosalega vel að heilsa ykkur líka...knús knús

Guðrún H (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:08

7 identicon

Hæ skvís og velkomin til DK

Gott að heyra að allt hafi gengið vel og bara ein æla á leiðinni hehehe

Vonandi verðið þið fljót að finna ykkur kosý íbúð og koma ykkur vel fyrir...ég er ekki alveg að kaupa það að þú verður ekki á Nesk þegar ég fer þangað eftir 3 vikurÓMG

Jæja þið hafið það annars bara voða gott og já vonandi hittumst við fljótlega

Med kærlig hilsen

Steinunn og familien

Steinunn (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:00

8 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Æ ég var nú búin að ákveða að hunsa þig .. .. en .. kvitt fyrir því

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 15.9.2008 kl. 22:01

9 identicon

Gott að heyra af ykkur þú verður svo að  vera dugleg að blogga, svo maður geti nú fylgst grannt með ykkur vonandi gengur allt vel.

Rósa Dögg (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:56

10 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

hæ hæ Elsku Stella. Gott og gaman að lesa nokkrar línur frá frá þér og vita hvað er í gangi;) En því miður verð ég ekki mjög virk í blogginu á næstunni því að tölvan mín er bara í tómu tjóni.

kossar og knús frá okkur til ykkar.

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband