22.9.2008 | 07:46
Bloggstríð!!!
Er búin að skrifa hér fullt af færslum sem bara vistast ekki inn. Kannski er það að þær séu of langar, of innihaldslausar eða bara of... ég get skrifað nokkrar línur og geri það nú. Okkur líður ljómandi vel.
Þar til næst...
Athugasemdir
Gott að heyra, skítt með færslurnar ef ykkur líður vel.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 22.9.2008 kl. 08:59
já segi það með Elmu skítt með færslunar, bara að heyra smá af ykkur er frábært.
Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:44
jallamallaballla!!! gott að fá fréttir!
Héðan er sko mikið að frétta....... veit ekki hvort að þú fékst sms-ið frá mér í gær en...... það er búið að skíra litla (stóra!) gaur Hrundar og Emils, hann heitir
Jakob Ernir Emilsson og viti menn.... það varð brúðkaup!! já ég segi það satt það varð brúðkaup, Hrund og Emil giftu sig strax eftir skírn! Við Gerður vorum skírnarvottar ásamt vini Emils og frænku! Þegar skírnin var búin sagði presturinn "Þú mátt slökkva á kertinu" við Hrund og svo labbaði hún frá og ég segi við Hrund "hvert er presturinn að fara..." svo segir presturinn " ég vil biðja brúðhjónin að ganga til mín" ég missti andann og Emil bað mig að taka Jakob!! það var ekki þurrt auga í kirkjunni og ég hreinlega stundi upphátt!!! já þetta var æðislegt og þeim líkt að gera þetta öllum að óvörum!! dásamlega rómantískt!!! Ótrúlegt að systkinin hafi gift sig með mánaðar millibili (nánast!)
svo fór Gerður á vit ævintýranna í dag... ameríkumærin okkar! og Sóla farin í kattarhimnaríki!! það má með sanni segja að þessi mánuður hafi verið viðburðarríkur
já þetta var bara dásamlegt!
við erum oft að hugsa til ykkar, gott að gengur vel ;)
knúsið Hafdísi frá okkur,
Kossar og hjartanskveðjur
Ósk og co
Ósk og co (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:40
Gott að ykkur líður vel. Danmörk er ljúf Ingibjörg er nýbúin að spyrja um Hafdísi. Ég sagði henni að nú byggi hún í DK alveg eins og hún gerði einu sinni. Hún játti því bara og sagði svo ægilega dramatísk, ég eeelska Hafdísi En hún ELSKAR ansi margt þessa mánuðina
Veit um fleiri sem hafa lent í þessum vandræðum, færslurnar hverfa bara.
Úrsúla Manda , 23.9.2008 kl. 10:05
Hæ
það er gott að ykkur líður vel, en vonandi komið þið í heimsókn eithvertíman eða ég og mamma til ykkar .
sakna ykkar mestast
-annamargretj xd!
-annamargretj xd! (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.