Flutt!!!

Jæja, komin tími á blogg eða hvað??

Við erum flutt í íbúðina stóru með sérherbergi fyrir Ollu þegar hún kemur í heimsókn og Hrafnhildur á pantaða stofuna! En annars erum við hér með ekkert dót, við höfum 2 eldhúsborð og 4 stóla, svefnsófa sem við eigum ekki og fer frá okkur örugglega á morgun og þá tekur við uppblásna dýnan sem Þóra Elísabet keypti fyrir mig á AkureyriWink Byrjuðum að flytja dótið okkar í íbúðina á miðvikudaginn, Hafdísi fannst það algjört æði. Hún tengir húsið við það að flytja til Danmerkur og þegar við vorum hjá Möggu um kvöldið segir hún "á morgun flytjum við til Danmerkur og þá ætla ég að hætta að vera óþekk...", hún er ekki hætt að vera óþekk, hehehe... Við sváfum fyrstu nóttina okkar aðfaranótt föstudags og skrifuðum undir leigusamninginn á föstudagsmorgun. Pálmi kom til okkar í morgunkaffi til að vera túlkur fyrir græningjana (s.s. okkur) og ég veit nú bara ekki hvernig hefði farið ef hann hefði ekki verið hér, frábært að eiga svona viniGrin Einnig kom Róbert af efrihæðinni og sagði okkur líka svolítið til, ég held að hann verði góður granni. Strax eftir að leigusamningurinn var í höfn brunuðum við í kommúnuna og fengum okkur danskar kennitölur. Þvílík breyting á okkur eftir kennitölurnar, er ekki frá því að danskan hafi aukist um 3% við það...

Á föstudeginum fórum við svo í bæinn til að kaupa eitthvað í búið, ég keypti 3 grindur í Ikea, til að ganga frá fötunum okkar. Þarf að kaupa fleiri. Keyptum okkur þvottavél í dag til að geta þrifið af okkur skítuga leppa, ætlum á morgun að kaupa þvottaefni og þurrkgrind til að geta prufað græjuna, skil ekki í mér að geta gleymt því í dag. Fattaði það kl. 17.30 en þá er búið að loka öllu, finnst reyndar frábært að það loki allt svona snemma á laugardögum, 14-16 í búðum og 17 í matvörubúðum og svo er bara sunnudagsopnun fyrsta sunnudag í mánuði, þannig að fjölskyldan hálfpartinn neyðist til að vera saman. En við ætlum nú samt að nýta okkur sunnudagsopnunina á morgun.

Mamma, pabbi og Anna Margrét koma svo 18. október og ég er orðin frekar spennt að fá dótið mitt sem kemur með þeim og að sjálfsögðu að fá þau til okkar. Hafdís saknar "systur" sinnar og talar mikið um hana á hverjum degi. Hún ætlar sko að fara með hana í dýragarðinn að sjá sebrahestana.

Hér er svo nýja heimilsfangið:

Demantsvej 20 st.

5260 Odense S.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með íbúðina, gaman að gengur vel;) Héðan er allt gott að frétta, sá litli dafnar vel. Það er svo skrítið hvernig tíminn líður hratt með þessum krílum; það er morgunn, hann er klæddur og allt í einu er komið kvöld!! Annars erum við bara lukkuleg, gott að þið eruð það líka;)

Þúsund kossar til ykkar frá okkur, Hrund, Emil og Jakob Ernir

Hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 20:58

2 identicon

Gott og gaman að gengur svona vel, flott adressa!!! Demantsvegur...maður gleymir því nú ekki!

Hugsum til ykkar!

Kveðja Ósk og Ingibjörg

Ósk og Ingibjörg (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Ohhh hvað ég hlakka til að koma !! Og FLYTJA *hóst* í stofuna .. Veit að Helga hlakkar líka geðveikt til !!! Ég skal koma með sófa með mér til að sofa í en þið verðið að leyfa Viktori að sofa uppí hjá ykkur ;)

Þúsund blautir kossar ..

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:31

4 identicon

Frábært að þið séuð flutt, munar svo miklu. Þetta kemur svo allt með kalda vatninu og þetta verður orðið svo heimilislegt og fínt eftír smá tíma, trúið mér Hlökkum til að koma í heimsókn og kíkja á ykkur og húsið. Gísli spurði í gær hvar Hafdís væri þannig að það verður gaman fyrir þau að hittast aftur Já og þetta með sunnudagsopnunina og stutta opnun á laugardögum, mér finnst þetta bara nice, maður er bara í rólegheitunum og hefur það gott og helgarnar byrja líka fyrr með því að leikskólar loka fyrr á föstudögum...allavega í okkar tilfelli og mér finnst það æði, finnst verða miklu meira úr helgunum :))

Hafið það allavega gott og vonandi reynist þvottavélin vel....alltaf svo gaman að fá eitthvað nýtt hihihi

Knús og kossar og sjáumst vonandi fljótlega

Guðrún (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband