7.10.2008 | 12:56
Helgi á afmæli í dag!
Helgi á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið litli karl
Við erum þó ekkert með neitt sérstakt á prjónunum, kannski bara að fara að kaupa eitthvað gott í matinn. Erum enn ekki komin með húsgögn, erum að fara að skoða sófa í dag hjá einhverri konu og sjónvarp hjá einhverjum kalli. Gaman að sjá hvernig þetta lítur út. Erum hætt við að kaupa nýtt þar sem allt er crazy í peningaheiminum og við ætlum bara að fara að leita okkur að notuðum hlutum. Þegar við verðum stór kaupum við nýtt. Ætlum reyndar að kaupa nýtt rúm. Ég vill ekki kaupa eitthvað rúm sem ég veit ekkert hvað er búið er að gera í!
Mamma og pabbi koma svo 18. okt. og ætla að koma með rúm handa Hafdísi með sér, gamla rúmið hennar Önnu Margrétar sem Eyrún Sól er búin að nota undanfarin ár, svo hún fær "nýtt" rúm. Svo skildi stelpan sem var í íbúðinni eftir fullt af allskonar Baby-born dóti sem við verðum bara að þrífa upp þannig að hún fær líka nýtt-gamalt dót.
Helgi fór á sunnudaginn með Atla Frey á fótboltlaleik OB-Brøndby og hafði mjög gaman að. Á meðan vorum við Hafdís hjá Þóreyju og Sigrúnu Sól. Þær léku sér mjög vel saman, þ.e. Hafdís og Sigrún, í 4 klukkutíma. Hafdís verður alveg endurnærð eftir svona leik við krakka á sínum aldri og er enn að tala um hvað var gaman heima hjá stelpunni. Við förum pottþétt þangað aftur að leika og mömmur að slúðra...
Við höfum það semsagt alls ekki slæmt í drottningarveldinu.
Þar til næst...
Athugasemdir
Kisstu Helga frá mér til hamingju með daginn.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:14
Til hamingju með daginn elsku Helgi minn eða gamli minn knús í kotið
Rósa Dögg (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:41
Skál fyrir Helga ljósamanni!!!
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.