Nýtt/gamalt sjónvarp og brullup!!!

Nei Hrafnhildur þetta var ekki nýtt blogg!!

Erum núna heima að hugga okkur í nýja/gamla sófanum að horfa á nýja/gamla sjónvarpið okkar. Við keyptum okkur nebblega fínasta sjónvarp í gær, fórum í Kirkjubúð sem er svona eins og Góði hirðirinn og fundum þar fínasta sjónvarp á 50 kr.!! Það er reyndar ekki svo stórt, kannski 20", og engin fjarstýring en mjög góð mynd í tækinu. Virkar bara eins og nýtt. Eigum pottþétt eftir að fara aftur og aftur inn í þessa búð og kaupa okkur eitthvað notað drasl, þar vinna 3 gamalmenni sem tala og tala og ég skil ekki neitt. Kannski fer ég bara í kaffi þarna og læri hjá þeim...

Vorum annars í fínasta brullupi í dag, brúðhjónin má sjá hér. Borðuðum yfir okkur, eins og við eigum til, og vorum ekki með neinn kvöldmat. En takk fyrir okkur kærlega nýgiftu hjón, njótið hjónalífsins í botn.

Mamma, pabbi og Anna Margrét koma svo næstu helgi að öllu óbreyttu. Hlakka svo til að fá þau. Hafdís ætlar sko með Önnu í dýragarðinn og sýna henni sebrahestana! Hún er með einhverja meinloku því síðast þegar við fórum kíktum við ekki á þessa röndóttu hesta!

Erum annars bara hress og höfum það fínt.

Þar til næst...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús og biljón kossar, því ég hef vel efni á að gefa ykkur þá og fleiri til þótt það myndi kannski vera orðið þreytandi til lengdar að kissa svona mikið, elska ykkur öll. Mamma

Mamma (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 06:07

2 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Æ hvað mig vantar ykkur e-ð núna .. Er að borða þynkusaltpillur og væri alveg til að hafa orminn hérna hjá mér að naglalakka stofuborðið ;)

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Ég hef alltaf verið hrifin af dóti með sál, það er eitthvað svo notarlegt. Ég nota td alltaf gamlan teketil sem ég keypti á markaði í dk. mynnir að hann hafi kostað 5 kr Eyðir sjálfsagt helmingi meira rafmagni en nýr rafmagns, þannig að kannski ég hætti að nota hann um tíma

Vona að þið hafið það áfram gott

kv MK

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 13.10.2008 kl. 18:09

4 identicon

Á ekkert að fara skrifa eitthvað nýtt!!!!................ 

erma hlífin á Bjarti (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 05:43

5 identicon

Hallú!

Hefði líka haldið að það að eiga fjarstýringalaust tæki væri góð hreyfing! spurning hvort að þetta sé lausnin á heilsufarsvanda heimsins! man þá tíð þegar maður þurfti að standa á fætur og skipta já eða hækka! svo stundum nennti  maður ekki og horfiði á eitthvað fræðsluefni á rúv (guði sé lof annars væri ég baaara vitlaus) núna er maður bara sófagrænmeti með mars í annarri og tvix í hinni og heimurinn stækkandi fer (annars þá var poppað í gær svona kreppupopp, og var það bara helv.. gott) 

 Er að hugsa til ykkar dúllurnar mínar

knús og kram

Óskin lata

Óskin (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband