16.10.2008 | 19:38
Mamma og pabbi á leiðinni!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU HJÖRDÍS!!!
Nú er spenna í loftinu hjá okkur fjölskyldunni á Demantveginum, mamma og pabbi ásamt Önnu Margréti eru í ferjunni á leiðinni. Áætlaður komutími þeirra til okkar er laugardagskvöld. Ég er nú orðin nokkuð spennt að fá þau og allt dótið sem þau eru með. Rúm fyrir Hafdísi, fataskápur og svo allir kassarnir sem við skildum eftir á Íslandi. Þau ætluðu nú bara að senda þá en fengu svo frábært verð í ferjuna að það borgaði sig bara fyrir þau að keyra þetta til okkar Ekki leiðinlegt fyrir okkur. Svo á morgun ætlum við að versla rúm fyrir þau að sofa á og svo sofum við á því þegar þau svo fara aftur... Hafdís hlakkar svo til að fá þau og rúmið, það er nefnilega stórt með stiga og svo á að vera bleik himnasæng yfir því. Hún er sko búin að skoða hana oft í Jysk og ætlar að fá svoleiðis, Helgi er nú ekki alveg á því en auðvitað fær hún hana
Höfum ekki mikið verið að bralla síðustu daga. Anna Sigurborg og Sigga komu hér í heimsókn á mánudaginn með Kristófer og Victor Kára, það var bara gaman að fá þau. Og svo fórum við til Þóreyjar að Atla með Hafdísi svo hún gæti leikið sér við Sigrúnu Sól. Annars erum við búin að vera mjög heimakær og göngum bara um hverfið. Kíktum í dýragarðinn að sjá sebrahestana en sáum enga, þeir eru að bíða eftir að Anna Margrét komi var skíringin hjá Hafdísi. Annars var það sem stóð uppúr dýragarðsferðinni þann daginn að hún sá kött og náði að klappa honum. Þetta var bara venjulegur heimilsköttur sem hafði villst inní garðinn... Það þarf svo lítið til að gleðja lítið hjarta!!
Olla vinkona hjálpaði mér líka að setja upp voipbuster í tölvuna svo ég get núna hringt hvert sem er, en ég bið fólk þó að móðgast ekki við mig þó ég hringi ekki Ég geri það einn daginn. Talaði þó við Hjördísi afmælisbarn í dag. Það var gaman að heyra í henni, Hafdís talaði líka heillengi við hana og er ekki búin að tala um annað í dag... hehe...
Eins og ástandið er núna fáum við ekki að millifæra neina peninga frá Íslandi til Danmerkur og okkur var ráðlagt að taka peninga úr hraðbönkum. Þegar ég ætlaði svo að gera það át bankinn kortið mitt, sagði að þetta væri vont kort!! Þetta var á föstudegi og búið að loka bankanum þannig ég fékk það ekki til baka, ætlaði svo að hringja á mánudeginum en steingleymdi því í gleðinni að fá stelpurnar í heimsókn. Helgi er þó enn með sitt og við förum bara í aðra hraðbanka en Danske Bank, en það er bankinn sem át kortið.
En þrátt fyrir allt höfum við það bara fínt, höldum fast í krónurnar okkar og lifum sparsamt!
Þar til næst...
Athugasemdir
Hæ helgi og stella hvað er að frétta af ykkur er gaman hjá ykkur í danmerkur er gott verður kv kristinn agnar
Kristinn A. Sörensen Eiríksson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:50
Takkog takk æðislega vel fyrir mig
Hjördis Nielsen (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.