Mamma Mia!!!

Lágum eins og haugar hér í gær og gláptum á myndina Mamma Mia! Ég verð nú að segja VÁ hvað þetta er æðisleg mynd... Ég á eftir að horfa á hana aftur og aftur, þetta er líka svona mynd sem maður getur verið með í sjónvarpinu án þess að horfa á hanaSmile 

En mamma og pabbi koma svo í kvöld, við fórum og versluðum rúm í gær og erum á leiðinni að sækja það núna. Fórum svo við í kirkjubúðinni til að athuga með auka stóla við matarborðið, enduðum á að fara út með einn hálfgerðan húsbónda/hægindastól og gleymdum eldhússtólunum sem við vorum að fara að athuga meðShocking Ætli við skiptumst ekki bara á að borða við matarborðið...

Hafdís Huld fékk líka pláss á leikskóla í gær!! Við fórum og skoðuðum hann, þar vinnur gamalt fólk - eða kannski ekki gamalt bara miklu eldra en heima þar sem ég er vön! Og af þessu gamla fólki eru 2 menn! Leikskólinn er gamall en finn, útileiksvæðið er risastórt með risakastala, fullt af kofum og aparólu og þar er enging risabrekka.. hehe.. Hann er nálægt okkur, 3 mín að keyra og svona 10 mín að labba. Endanleg ákvörðun verður tekin um þetta á mánudag.

Á miðvikudaginn fer ég svo í viðtal þar sem ég get fengið aðstoð við að finna mér vinnu við mitt hæfi. Helgi fer líklega í svoleiðis viðtal í vikunni líka. S.s. hjólin farin að snúast hjá okkur hér og ekki laust við fiðrildi í maganum og smá spennu í leiðinni.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að gengur vel, er alltaf að kíkja hvort eitthvað nýtt sé að frétta:) Býst nú ekki við neinum færslum meðan ma+pa+AM eru í heimsókn;) Vonandi verður þetta svaka fjör, geri nú ekki ráð fyrir öðru...

Erum alltaf að hugsa til ykkar,

Kveðja Hrund, Emil og Jakob Ernir

Hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:34

2 identicon

Gaman að heyra að allt sé að fara í gang og tala nú ekki um ef skvísan er komin með pláss...æðislegt og þetta á allt eftir að ganga upp...tekur bara alltaf smá tíma you know

Njótið þess bara í botn að hafa mömmu og pabba og litlu systur í heimsókn 

Guðrún (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:59

3 identicon

Gott að heyra að allt gangi svona vel hjá ykkur :)

 Góða skemmtun með mö,pa og Önnu Margréti

 MBK Hugga

Hugga (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:51

4 identicon

Lágum eins og haugar??????????? Hvernig fer maður að því? Eitthvað svipað og að vera eins og sófaklessa? Þú gætir kannski útskýrt þetta fyrir mér svo ég geti nú komið þessu til þeirra sem liggja mest á bekkjunum í borðsalnum á Bjarti þegar ekkert er verið að gera á milli hola.Gætu þá prufað ýmsar stellingar,svo sem haugastellingar og sófaklessustellingar þó engnir eru nú lúxus sófar um borð,hehehe.....

Ok Stella,gaman að lesa blogginn þín,hafið það gott og hilsen til Helga.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband