Hafdís afmælisbarn

Afmælisbarn dagsins er Hafdís Huld, 3ja ára skvísa!!

Æðislegt að hafa mömmu og pabba hér á afmælinu hennar. Ég bakaði skonsur og vöfflur í morgun og það var í morgunmatinn, vöfflur með súkkulaði og rjómaWink Svo fórum ég, mamma og Anna Margrét í bæinn að kaupa gjafir fyrir Hafdísi. Komum heim með fulla pinkla af miklu meira en gjöfum fyrir hana, mamma kláraði nærri jólagjafirnar og ég get sent nokkrar heim með henni. En afmælisjöfin hennar Hafdísar sló algjörlega í gegn, Baby-Born dúkka. Það var svo gaman að sjá hvað hún var glöð þegar hún opnaði pakkann. Svo fékk hún vöggu fyrir dúkkuna frá Skúla Þór, Eyrúnu Sól og Sófusi Erni, núna sefur dúkkan sem heitir Besta dúkkan í heimi upp í geim, í vöggunni sem er besta vagga í heimi upp í geimLoL

En við erum nú aldeilis búin að hafa það gott með mömmu, pabba og Önnu Margréti. Fórum í hraðtúristaferð til Kaupmannahafnar í gær. Hlupum Strikið og keyrðum svo um borgina í Sight-seen ferð sem Binni Ella reddaði okkur. Þannig að þau sáu svona það helsta sem er í miðborg Köben. Hafmeyjuna, Hallirnar, Nyhavn og allt hitt sem að innifalið er að sjá í þessari ferð er. Þegar bus-ferðinni var lokið var komin time á bílinn í stæðinu þannig við sögðum þetta gott af Kaupmannahöfn í þessari ferð og héldum til Siggu og Hjalla, borðuðum með þeim dýrindis mat og fórum svo södd, sæl og þreytt heim.

Þau fara svo frá okkur í nótt, það verður erftitt að kveðja en við ætlum bara að láta okkur hlakka til að fá þau aftur. Og til þess að þau komi aftur verða þau að fara!! Til að dreyfa athygli okkar ætlar Guðrún Halla að koma með strákana í fyrramálið og vera helgina, það verður nú bara gaman. En þau eru líka að koma í afmælið hennar Hafdísar sem verður á sunnudaginn kl. 14.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló elsku fjölskylda!

Innilega til hamingju með afmælisdag Hafdísar!  Finst svo stutt síðan við vorum í sumarbústað að bíða fregna af fæðingunni, svo kom hún á þessum merka degi, kvennafrídeginum og þessi líka fallega rauðhærða stúlka!... 3 ár síðan, það er ótrúlegt! knúsið hana vel og lengi frá okkur

Skil að það verður skrítið að ma og pa fari í kvöld!  en þið hafið greinilega haft það gott og verslað og svona á þessum síðustu og verstu tímum! haha  biðjum kærlega að heilsa þeim og líka Guðrúnu Höllu!

Knús og klemm á ykkur kæra familía

kveðja úr kreppukuldanum

Breiðvangsmafían

Ósk og co (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Til hamingju með dúlluna ykkar. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.

Vá hvað ég skil ykkur, fæ sting í magann og hreinlega finn þessa tilfinningu. "Ég í Dk og einhver að fara heim". En eins og þú segir, þau koma aftur og svo hafið þið jú hvort annað

Hafið það rosa gott

KV MK

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 24.10.2008 kl. 20:56

3 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Til hamingju með litla afmælisbarnið
Þið kissið hana frá okkur. 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 25.10.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband