27.10.2008 | 19:53
Södd og sæl :)
Héldum upp á afmæli Hafdísar í gær, þá var það þriðja afmælisveislan hennar... Ein heima á Íslandi áður en við héldum til DK, ein með ömmunni og afanum og svo fyrir það fólk sem við þekkjum hér nálægt. Þetta var heljarins partý og mikið borðað, afmælisbarnið var í essinu sínu hér og sofnaði svo sæl með allar gjafirnar í kringum sig löngu fyrir hefðbundinn háttatíma
Við fórum svo í leikskólann í morgun, mamman miklu hræddari og spenntari en krakkinn. Hafdís er nú ekkert mikið að blanda geði við hina krakkana en leikur sér samt við hliðina á þeim. Hlustar líka á Helle leikskólakennara en segir svo bara, "mamma hvað var hún að segja?", hehe.. Held samt að hún verði ekki lengi að læra þetta. Ég verð með henni á leikskólanum út þessa viku og sé svo til með framhaldið. Ég læri smá dönsku af þessu líka
Mamma og pabbi eru veðurteppt í Færeyjum í 2 daga! Hann fékk að taka bílinn sinn úr ferjunni til að skoða sig um... Þannig að þau eru í Færeyjum nú.
Liggjum nú á blístri í sófanum eftir að hafa borðað yfir okkur af soðinni ýsu, það er nú ekki það að ég hafi alltaf verið dugleg að borða fisk. Hafði alveg fullan aðgang að honum heima á Íslandi en eldaði hann afar sjaldan. En nú er þetta alveg fyrir framan mig, þarf ekki að fara niður að sækja eða uppeftir til mömmu, bara að teygja mig í frystihólfið og voila!! Ég á eftir að hafa fisk 2svar í viku. Þetta er góð fæða og þar að auki sparnaður þar sem þetta er til Höfum það bara fínt, svolítið tómlegt eftir að mamma, pabbi og Anna Margrét fóru en erum að venjast því.
Þar til næst...
Athugasemdir
Það er bara frábært að heyra hvað ykkur líður vel þarna í Dk.
Skil vel að þú ert stressuð yfir því að byrja með Hafdísi á nýjum leikskóla. En eins og þú segir verður hún fljót að aðlagast. Börn eru það yfirleitt. En það er stundum annað með okkur gamla fólkið he he.
Knús og kossar frá klakanum.
Það er sko komin vetur!!!
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 28.10.2008 kl. 09:47
ég kem kannski bara yfir sjóinn og fæ fisk hjá þér er það í lagi??
Jóna G (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:55
Komdu bara, ég skal geyma alltaf smá afganga fyrir þig í hvert skipti... svona ef þú skyldir láta sjá þig
Stella Rán, 28.10.2008 kl. 16:04
Jæja ætla að fara muna eftir þessari síðu,,er meiri segja með hana núna í bookmarks núna!
Gaman að heyra að þið eruð ánægð og dugleg að borða fisk Hafdis a eftir að vera yfirmaðurinn ) aukafóstra)á leikskolanum aður en það kemur nóv hehehehe
Biðjum vel að heilsa og knús og margir kossar frá Firðinum
knus&kram
Steinunn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.