30.10.2008 | 19:12
Leikskólastelpan!
Jæja þá er Hafdís næstum orðin leikskólabarn á ný! Erum þó ennþá í smá aðlögun þar sem ég er á símavaktinni og hún er ekki fullan dag á leikskólanum. Í gær skildi ég hana eftir eina í fyrsta skipti, var í burtu í klukkutíma og af þeim tíma grét hún í hálfan, reyndi að strjúka af leikskólanum og sagði fóstrunum að hún væri á leiðinni heim hún rataði sko alveg. Að sjálfsögðu skildu þær hana alls ekki og hún fékk því ekki fararleyfi Gaman að þessum börnum þegar þau eru farin að klaga og geta klagað heilu samræðurnar. Svo í dag var hún ein frá 9.30-13.30, það gekk nú bara bærilega í dag, hún smakkaði reyndar ekki á nestinu sínu og var alveg glorsoltin þegar við sóttum hana, en það á bara eftir að koma. Hún er ekkert svaka mikið að blanda geði við hina krakkana, frekar svona alein að leika innan um hina. En ég verð bara að bíta á jaxlinn, hún getur þetta...
Ég sótti um vinnu á hóteli niðrí bæ í gær, og fékk vinnu á jólahlaðborðum síðustu helgina í nóvember og 2 fyrstu í desember. Það er bara fínt að fá svona aukavinnu, get kannski haldið í hana með skólanum í vor. Ég verð nú samt að segja að ég vonaðist eftir meiri vinnu en þetta, en eitthvað er betra en ekkert.
Erum að fara til Herning um helgina í afmæli til Gísla Bergs. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort við sofum eða förum bara snemma á sunnudagsmorgninum, fer eftir veðurspánni held ég bara svo helgina eftir það á Victor Kári hennar Siggu afmæli og þá förum við til Vigersted í afmæli, nóg að gera hjá okkur á þvælingi.. hehe..
Þar til næst...
Athugasemdir
Ohh ég fæ alveg sting í hjartað... ég hélt að ég myndi deyja þegar ég skyldi Ingibjörgu eftir eina í DÖNSKUM leikskóla! Fannst það hrikalegt! En jú Hafdís massar þetta
Úrsúla Manda , 30.10.2008 kl. 21:40
Oh hvað ég skil þig vel en ég er alveg viss um að Hafdís eigi eftir að massa þetta eins og Úrsúla sagði. Tekur kannski aðeins lengdri tíma vegna dönskunar en krakkar eru svo fljótir að ná þessu. Gaman að sjá hvað þú ert duglega að blogga. Kíki hér inn á hverjum degi. Nenni nú samt ekki að kvitta á hverjum, þú veist bara af mér.
Kv. Anna Kristín
Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:08
Hafdís á eftir að massa þetta upp, stokka leikskólann uppá nýtt, endurraða öllu og sýna hvað í henni býr, enda lítil ákveðin stúlka hér á ferð...
Eftir ca viku skulu dönskubörnin fara vara sig þá fer litla snúllan a stað!
En gaman að heyra að þið hafið nóg fyrir stafni...knússssSteinunn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:12
Allt að gerast bara ,, gott að heyra að allt gangi vel :)
Hafdís á eftir að lífga upp þennan leikskóla hehehe
Knús til ykkar
Hugga (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:04
Hún verður orðin altalandi og lang flottust áður en þið vitið af.
María Katrín Jónsdóttir Ármann, 2.11.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.