Af okkur þessa vikuna

Leikskólinn hjá dömunni gengur bara vel, hún borðar reyndar ekkert á leikskólanum, allt of mikið um að vera hjá henni til þess. Hún þegir líka bara, ein fóstran sagði reyndar að hún hafi eitthvað verið að tjá sig í dag en bara á íslensku og þær skyldu bara ekkert sem hún var að segja. Kannski var það eitthvað ofurmerkilegt sem ég bara fæ aldrei að vita!! Hún virðist þó skilja það sem sagt er við hana, allavega svona tilganginn. Svo kemur hún bara heim og klagar ef eitthvað var henni í óhag. Þannig að hún kemur heim sársoltin bæði af mat og tali og samkjaftar á meðan hún treður í sig einhverju kruðeríi eða nestinu sem hún hefði átt að borða yfir daginn á leikskólanum.

Ég er þessa viku og næstu á jobsøgningkursus í boði kommúnunnar, þar sit ég í skólastofu og hlusta á blablabla... nei, ekki alvegLoL skil allavega þriðjung ef ekki helming. Er meira að segja að koma sjálfri mér á óvart hvað ég skil mikið sem ég les. Kannski Eiríkur Karlsson hafi staðið sig ofurvel eftir alltsamanWink Helgi er í garðavinnunni og yfirleitt búin um hádegi, ljúft fyrir hann. Nú liggur hann á sófanum við hlið mér og hrýtur eftir að hafa borðað yfir sig af kjötbollum... hehe...

Vorum í afmæli hjá Gísla Berg í gær. Gaurinn orðinn 4 ára, og keyrðum svo södd, eftir kökuátið, heim frá Herning. Takk kærlega fyrir okkur Guðrún HallaKissing Næsta helgi er það svo 3 ára afmæli Victors Kára í Vigersted.. úff ég er strax farin að kvíða fyrir að borða yfir mig þar af ljúffengum veitingum! Nei, ég get ekki passað mig og kemur ekki til greina að ég neiti mér um eitthvað lostæti!!Grin

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis fyrir komuna, það var rosa gaman að sjá ykkur og æði að sjá hvað Gísli og Hafdís voru ánægð að hittast, duttu strax inn í einhvern ljótu kalla leik Verð nú líka bara að segja það að mér fannst þú nú bara ótrúlega dugleg að tala dönskuna við stelpurnar, ótrúlega dugleg að þora að láta bara vaða

Þetta kemur allt saman hjá skvísunni og hún verður farin að kjafta áður en þið vitið af

Knús og kossar,

Guðrún og co

Guðrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband