5.11.2008 | 19:34
Dæja skýst með okkur um Odense
Höfum það fínt í dag. Fjárfestum í fínasta hjóli í gær 28" konuhjóli, ljósbrúnt með stórri körfu framan á, og heitir Dæja. Þar sem ég er á Jobsøgningskursus þessa vikuna niðrí miðbæ og á að mæta kl. 8.30 og Helgi í atvinnubótavinnunni hér rétt hjá og á að mæta kl. 8.00 fór hann á hjólinu þennan fyrsta dag sem það er í okkar eigu. Um jómfrúarferðina má lesa hér.
Hafdís reyndi aftur að fara af leikskólanum í dag, það var til að sækja aðra leikskólakonu. Hún er ekki alveg að tengjast Anders, gamla karlinum, og hann var akkúrat með hana í dag. Hann var líka frekar fúll og lét mig sko vita það að ég þyrfti að tala hana til og segja henni að þetta væri bannað!!
Annars eigum við líka mjög góðan nágranna, Róbert. Hann er sko búin að láta okkur vita það að í Danmörku passa þeir sína... hehe.. Hann kíkti hér í kaffi í dag til að tala um internetið, og var eitthvað að spyrja okkur út í sjónvarpið, þ.e. stöðvapakkann, hvort við horfðum mikið á það. Nei, það getum við ekki sagt því að við værum ekki með fjarstýringu af 50 kr. sjónvarpinu sem við keyptum í Kirkens, og gætum því ekki installað stöðvarnar. Værum þó alltaf á leiðinni að kaupa fjarstýringu, værum bara ekki búin að koma okkur í það. Þetta fannst honum nú ekki hægt og nú erum við komin með 32" Philips sjónvarp með fjarstýringu og 54 stöðvar, og danskan barnatíma Strákarnir hans nota sjónvarpið aðrahverja helgi fyrir leikjatölvu, hann tók bara okkar litla sjónvarp í það! Við erum þó bara með tækið í láni, en er á meðan er.
Þar til næst...
Athugasemdir
Ég þarf nú að fara að koma oftar í heimsókn og kynnast þessum Róberti...virðist indælis kall og ekki verra að hann sé pabbi....er voða heilluð af öllum pöbbum Ef það var hann um daginn sem ég heilsaði út um gluggann þá lítur hann heldur ekkert svo illa út
En gaman að heyra að allt gangi vel...þetta kemur allt hjá Hafdísi, tekur allt bara smá tíma
Knús og kossar
Guðrún (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:38
Ekki slæmt að eiga svona góða granna ;)
Kíki annað slagið hingað inn...gaman að fylgjast með lífsreynslunni ykkar í Danaveldi...kvitt kvitt!
Gangi ykkur vel með vinnuleit og fl.
kv frá Egs.
Heiða Árna (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:09
Hæ hæ fallega fólk! Já það er gott að eiga góða nágranna... reyndar skiptir það sköpum!
Hafið það grosa gott! Og Róbert líka :)
Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:30
hæj,,,,
þetta er hún Anna Margrét XD. það er nú gott Stella að þú fékkst þetta hjól sem þig langaði svo í. jájá það er nú allt er gott sem endar vel. eigiði bara FRÁBÆRT líf þarna í Danmörk, þið vitið ávalt að ég sakna ykkar mestast .
þín litla og fallega systir og móða !!
Anna Margrét
anna margret xd (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.