Frændur okkar Danir!

Ja hérna hér... ég var búin að blogga um þessa frétt, ferlega sár og óánægð með Dani sem ég hef sjálf ekki lent í fyrir utan einn bitran, atvinnulausan karl. En þeir eru til út um allt og ekki hægt að segja að allir Danir séu svoleiðis út frá einum...  Er ekki mikið fyrir að alhæfa heila þjóð út frá fáum einstaklingum. En núna er ég búin að lesa dönsku fréttina líka og lesið einnig kommentið frá námsmanni sem býr við fjörðinn hjá mér.

Ég hef reyndar ekki  mikið fundið fyrir reiði í okkar garð fyrir utan einn bitran Dana sem þurfti að hrauna yfir mig að við Íslendingar væru til Danmerkur komnir til að taka bestu bitana á atvinnumarkaðnum, setjast upp á ríkið og ég veit ekki hvað... annar Dani tók upp minn hanska á móti þessum bitra, þegar sá bitri var búin að ausa úr skálum reiðar sinnar yfri mér á meðan ég sat og hlustaði róleg, bauð ég honum bara að eiga góðan dag það sem eftir væri af honum! Og þegar hann var farinn lét hinn mig vita að það væru nú ekki allir sem hugsuðu svona, og við værum meira en velkomin hingað af hans hálfu og þeirra sem hann þekkti.

Halda Danir samt áfram að vera frændur okkar og fá 12 stig í júróvisjón!?!

Þar til næst...


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara bull í honum. Skv. fréttum í DK, þá strandaði hann á laugseftirmiðdegi og var lóðsað af strandstað á sunnudegi kl. 15:10. Svo var hann með skæting og læti. Var hvorki með sjókort né staðsetningartæki sem á að sigla eftir. Sjá http://amtsavisen.dk/apps/pbcs.dll/article?AID=/20081027/RAM/720471670/1142/AMTSAVISEN

Samkvæmt því sem ég þekki, þá á maður ekki að sigla eftir baujum hér í DK, heldur einungis nota þær til aðstoðar, en maður á að nota sjókort. Félagi minn sem siglir mjög mikið á Limafjarðarsvæðinu segir að vegna þess hve grunnt það er á mörgum stöðum hérna, leggja hreinlega ekki allir í að aðstoða fólk sem hefur strandað, og danir gera hreinlega ráð fyrir því að fólk hafi samband við yfirvöld til að láta draga sig út. Það eru jú lóðsbátar hjá flestum höfnum. (ég bý við Limafjörðin og hef sjálf siglt um hann)

Það er margt sem hægt er að kenna kreppunni um.....en þetta finnst mér einum of langt gengið.

Námsmaður í DK (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Stella Rán

Já, þannig er það í pottinn búið!! Manni hættir oft til að trúa öllu sem maður les í blöðunum, en takk fyrir þetta Námsmaður í DK að opna augu okkar og fara að lesa betur í fréttirnar. Það er ekki allt satt í blaðinu

Stella Rán, 14.11.2008 kl. 11:12

3 identicon

Flott hjá þér Stella að viðurkenna mistök af þinni hálfu

djók en gott hjá þér að taka mið af nýjum upplýsingum um þetta og það kemur mér mest á óvart að mogginn skyldi birta þetta bara svona.

Helgi (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Þetta var líka inn á mbl.

Ég ætla sko bara að trúa íslendingnum he he. Ekki einhverjum dönum

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 14.11.2008 kl. 20:17

5 identicon

Heyr heyr...

ég segi nú bara til hvers að eyða meiri pening í þessa blessuðu söngvakeppni!! við vinnum hvort sem er aldrei og nú þegar ástandið er svona þá verður kastað gömlum tómötum og káli í listamanninn.... samt kál og tómat.... kanski verður ástandið orðið svo slæmt þá að grænmetið verður bara vel þegið.. maður spyr sig

knús á ykkur flotta familía!

kveðja Bestaskinnið

Ósk svilkona (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband