12.2.2009 | 22:09
Allt á fullu
Skólinn byrjaði aldeilis með trukki og ég sé ekki uppúr bókunum!! Get ekki sagt að ég skilji allt sem fer fram í tímunum, því þá væri ég að ljúga, en skil svona mestmegnis. Kennararnir eru fínir og sömuleiðis bekkurinn minn. Ég sit auðvitað aftast með aldursforseta bekksins, Piu, sem lætur það ekkert fara í taugarnar á sér að ég er alltaf að spyrja hvað kennararnir eru að segja. Það er mikið um hópavinnu og ég er í nokkuð fínum hóp, með sessunautum mínum Pia og Marianne og svo einni annari. Vorkenni þeim reyndar að vera með málleysingjanum og orðabókinni minni því hún er svo mikill tímaþjófur... En þetta kemur allt með kalda vatninu (sem reyndar er ógeðslega dýrt í DK!). Þannig að ég les og les, Radiografisk anatomy og fysilogi, mikrobiologi, studieteknik, filosofi og kommunikation. En sem komið er gengur þetta allt saman vel
Helgi er líka á fullu í sínum skóla, les efnafræði, stærðfræði, ensku og dönsku. Efnafræðin vefst eitthvað fyrir honum og það er fag sem ég bara kann ALLS EKKI!! Svo hann þiggur aðstoð með þökkum ef einhver er til í að hjálpa!
Hafdís hefur það líka gott. Hún plummar sig fínt á leikskólanum sem fyrr. Fóstrurnar og fóstrinn eru bara ánægð með hana þessa dagana, hún er farin að tala svo mikið og farin að taka þátt í söng og samræðum. Tekur það þó enn ekki í mál að kenna okkur þessa dönsku söngva eða vísur sem hún lærir á leikskólanum.
Keypti mér nýja fartölvu í dag, það er engin kreppa hjá námsmönnum á námslánum!! Erum búin að tala lengi um að kaupa nýja tölvu og nú þegar við erum bæði í skóla verðum við hreinlega að vera með tvær. Fyrir valinu varð Medion, er ekki búin að kveikja á henni enn. Ætla að bjóða Pálma í mat á laugardaginn og láta hann fikta hana í gang, kannski býð ég Möggu með honum og Júlíu líka! Keyptum líka harðan disk til að taka til í gömlu tölvunni, 1000 gb., þessi talva er nefnilega svo stútfull af einhverju að ég get ekki hlaðið inn myndum úr myndavélinni því þá mundi hún hrynja! Þess vegna eru ekki nýjar myndir á barnalandi.
En er farin að sofa í hausinn á mér til að vera tilbúin fyrir baunana á morgun
Þar til næst...
Athugasemdir
Það er bara komin þessi fína rútína á ykkur! Snilld;) Hafdís syngur fyrir okkur þegar hún kemur til Íslands næst:) Örugglega fyndið að heyra hana tala dönsku...krúttlegt:)
Af okkur er allt gott að frétta, erum á fullu í ungbarnasundi þar sem Jakob sínir snilldartakta (getið kíkt á myndir á síðunni hans). Gerður var að passa fyrir okkur á laugardaginn meðan við kíktum aðeins út á lífið, bara fjör. Jakob tók sig til og fékk tönn í pössuninni, er þá kominn með 3, gerir það eins og að drekka vatn (eða brjóstamjólk..) Hann er ekki farinn að borða mat, þarf þess ekkert strax, er að þyngjast og sofa á nóttunni:) Nóg að gera í vinnunni hjá Emil svo við erum róleg í kreppunni;)
Bið að heilsa baununum... luv Hrundin
Hrund og co (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:21
Elsku Stella mín, það er bara gott um það að segja að þú sért nemandinn sem ert alltaf að spyrja, það fær hinar sem svara þér til að endursegja næstum allt sem kennararnir segja sem leiðir til þess að þær læra bara betur og taka betur eftir.
Helgi er að fara að fá gamala bók frá mér um efnafræði fyrir byrjendur, vonandi léttir það honum lífið smá.
Biddu Hafdísi að syngja danskt lag fyrir mig þegar hún fær græna kjólinn, ekkert nauðsynlegt knúsaðu hana bara frá okkur.
KataSól (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:21
Gaman að heyra hvað er mikið að gera í skólanum, fæ alveg í magann yfir þessu með þér en þú plummar þig vel í gegnum þetta og Helgi líka. Kærar kveðjur til Danmerkur:0)
Rósa Dögg (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:29
Stella mín. Þið verðið orðin svo dönskuskotin næst þegar við sjáumst að það á eftir að vella út úr eyrunum á ykkur Danskan með öllum sínum kok og skrítnu hljóðum. Gott að heyra að það gengur vel í skólanum þá er allt að ganga upp.
Hlakka líka til að fara að sjá nýjar myndir. Skrítið hvað maður vill endalaust sjá myndir en gerir ekki sömu kröfu til sjálf síns að láta vita af sér.
Hafið það gott.
Setta (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.