Pizza með pepperoni

Lífið hér í DK gengur sinn vanagang á Demantsvegi 20. Ég er reyndar búin að vera tilfinningalaus í andlitinu með lítinn mátt í vinstri helming og jafnvægislaus núna undanfarna daga. Er að vonast til að lagast eitthvað af þessu núna um helgina þar sem ég byjra í praktik í næstu viku!! Vonandi geng ég ekki um á sjúkrahúsinu í Nyborg eins og ég sé komin á 3ja bjórTounge

Hafdís var á Festilavnsfest í leikskólanum á mándudaginn var, og fór sem ljón. Hún var flott ljón og eina ljónið á leikskólanum... Það var mikið stuð og dagana á eftir vildi hún bara fara aftur í ljónabúning í leikskólann..! Á sunnudaginn ætlum við að fara á öskudagsball hjá Íslendingafélaginu og þá getur hún notað búninginn aftur.

Okkur gengur annars bara fínt í skólanum held ég bara. Ég mætti reyndar lítið í síðustu viku, vinn það vonandi upp núna um helgina og svo vikuna sem ég er í praktikinni. Helgi stendur sig með ágætum í sínum skóla, hann skilur alltaf meir og meir á hverjum degi og er duglegur að ydda blýantana sínaWink

Í gær var pizzadagur hjá okkur og bara besta pizza sem við höfum haft til þessa! Mamma sendi okkur pepperoni frá Íslandi... mmmm.... Ég veit hreinlega ekki hvor er klikkaðari, Ég að biðja hana um að senda mér pepperoni eða hún að láta það eftir mérGrin En pizzan var GÓÓÓÓÐÐ!!

Jæja Hafdís kallar á mig úr sófanum að horfa með sér á tv. Ekki get ég látið angaskinnið vera eina fyrir framan imbann svona á laugardagsmorgniLoL

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ dúllan mín,

Leiðinlegt að heyra að þú sért búin að vera slöpp, vonandi lagast þetta fljótlega. Þú verður að fara vel með þig. Gabríel fór sem slökkvuliðsmaður á leikskólan hjá sér og fannst það mjög gaman, hann var reyndar líka í fótboltabúning því jakkinn var ekki sá þægilegast til að leika sér í, þannig að hann var líka atvinnumaður í fótbolta. Þú getur séð myndir inn á barnalandi. Jæja hef það ekki lengra í bili, spjalla kannski bara við þig bráðlega á msninu. Bless bless

Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:33

2 identicon

Hæ cutie

vonandi að farir nú að hressast skvís, það er fyrir öllu. Láta Helga taka til, þvo þvott, elda, vaska up og já gæti skrifað hérna í allan dag. En vonanandi að þetta lagast fljótlega

pepperoni hahaha þú ert bara krútt og mamma þín krútt að láta þetta eftir þér, en hvað gerir maður ekki fyrir svona sætar dætur hummmm

hafið það gott litla fjölskylda og stórt knús til ykkar frá okkur

Steinunn Salome (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 15:56

3 identicon

skil þig svooooo vel með pepperóníð... það er EKKERT bragð af því hérna heldur og gesti hafa komið með með sér :)

Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur duglegu litlu fjölskyldunni...skólajuðurunum og ljóninu... hér gengur allt vel líka...Ingþór er í Afríku og veit varla hvort hann hefur verið étinn af ljóni. Búinn að vera sambandslaus 2 daga. Hmmmmm. En fékk loks bréf frá honum í gær og þá var hann á lífi og óétinn.

Svo einn góðan veðurdag hittumst við ... í dk eða norge.

Olla í norge (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 15:56

4 identicon

Hæ skvísa

Leiðinlegt að heyra hvað þú ert búin að vera slöpp elskan en ég vona að þú farir að ná fyrri heilsu sem allra fyrst á meðan skaltu bara njóta þess að láta kallinn og dótturina dekra við sjúklinginn

Humm pizza með íslenski pepparoni það jafnast ekkert á við það :) fékk mér einmitt eina svoleiðis í gær

Æðislegt að heyra hvað allt er að ganga vel hjá ykkur og allir ánægðir úti

Hafið það gott öll kiss kiss

Kv úr snjófirði

Hugga (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:26

5 identicon

Ef þú vilt halda heilsu farðu þá í rúmið sama dag og þú fórst á fætur Stella mín,

knús og kossar að heiman

Katrín Sól Högnadóttir (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 22:41

6 identicon

Vonandi fer þér að líða betur með smá hvíld, trúi að pepperoni-ið hafi haft læknandi áhrif... Allavega ekki til að eyðileggja það auk hvíldar;)

Það er alltaf nóg að gera hjá öllum, lífið gengur sinn vanagang... erum búin að vera með flensu við Jakob og hann er vonandi að fara að ná sér... Mamma hans orðin þreytt á að vera svona mikið inni:)

Bið að heilsa ykkur baunafólkinu, knús á liðið,

kveðja Hrund og co

Hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:01

7 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Vonandi gengur þetta fljótt til baka Stella mín!

Ég efa það ekki að Hafdís hafi verið flottust sem lítill ljónsungi! Sé hana alveg fyrir mér;) Þú ættir kannski að huga að því að kaupa bara blýpenna handa Helga greyinu he he.

stórt knús og kossar frá mér til ykkar

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 2.3.2009 kl. 08:32

8 identicon

Gaman að fylgjast með ykkur hérna! Gott að skólinn gengur vel og allir sáttir í útlandinu. :) Já það er sko gott að eiga góða að, en Stella mín hlustaðu á líkamann þinn og hvíldu þig.. Farðu vel með þig og þið öll bara. :)

Kv Anna Kristín Matt

Anna Kristín Matt (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 19:43

9 identicon

Stella viltu gjöra svo vel að fara vel með þig við viljum hafa þig í feyknar formi þegar við kíkjum í heimsókn(hvenar sem það verður). Hafið það gott var að skoða myndir af barnalandi þær voru æði:)

Rósa Dögg (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband