Ísland hér kem ég ;)

Já, við fjölskyldan ákváðum það að skella okkur til Íslands um páskanaSmile Fer reyndar ekki austur, verð í Reykjavík í eina viku og svo aftur út. Er að fara í próf 8. apríl og flýg svo heim 9. apríl, förum svo aftur út 17. Það á að ferma Önnu Margréti 5. apríl og veislan hennar verður í RVK þann ellefta. Ég bara gat ekki hugsað mér að missa af þessu með henni, missi reyndar af fermingunni sjálfri en veislan er betra en ekkert.

Það hefur ekki mikið gerst hjá okkur hér í DK undanfarnar vikur. Heilsa mín er miklu betri og kastið yfirstaðiðGrin Þannig nú er ég að reyna að vinna upp það sem ég lét eiga sig, og það er bara erfiðara gert en sagt! Skelltum okkur um daginn til Beggu frænku og Gísla til Vejle, alltaf gaman að hitta þau.

Hafdís er orðin frekar spennt yfir Íslandsferðinni, hún byrjaði strax að pakka niður og í töskuna fóru sundgleraugu, einn armkútur (hún fann ekki hinn og fannst það bara í lagi) og þá var hún klár. Svo það er bókað hvað við eigum eftir að gera á Íslandi, sund 2svar á dagWink Annars fórum við mæðgur í sund í dag til Nyborgar, það er svona hálftíma akstur þangað en alveg þess virði. Vorum í lauginni í 2 tíma, bara æðislegt.

Nú mallar Nýsjálenska lærið í ofninum, Helgi er í bænum að horfa á Liverpool mala Aston VillaGrin og við Hafdís huggum okkur fyrir framan Disney stöðina á meðan.

Þar til næst...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt hjá ykkur að koma og vera með fjölskyldunni á þessum tímamótum. :) Ég fæ kannski að hitta þig áður en þið farið út??? Ég fer austur 8-14 apríl.. :) Væri gaman að sjá þig aðeins þegar ég kem til baka. :) Gott að heilsan er að koma til, farðu vel með þig.

Knús á ykkur öll og hafið það gott. Kv Anna Kristín

Anna Kristín Matt (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Stella Rán

Auðvitað hittumst við Anna... Ekki spurning, verð nú að sjá íbúðina og bumbuna ;)

Stella Rán, 22.3.2009 kl. 21:19

3 identicon

Það verður æðislegt að sjá ykkur öll!! Get ekki beðið, það verður tjúttað líka, má ekki bara dúllast í Jakobi þó hann sé fullkominn... hahaha

Hlakka til að sjá Hafdísi Huld, hef ekki séð hana í massa langan tíma..

Knús á liðið:*

Hrund og familí 

Hrund og Jakob (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:05

4 identicon

Jess jess jesss..... mikið hlakka ég til að sjá ykkur!!! hugsið um eitthvað gott sem ég get eldað handa ykkur... og svo  verður rifið upp dansskónna!! erhaggi??

Gott að þú ert hressari og Hafdís er snillingur... ekkert að stressa sig á farangursveseninu! hún veit að það reddast alltaf allt!

knús á ykkur dúllur mínar

kveðja Óskapóskin

Ósk (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:36

5 identicon

ætlið þið ekki líka að kíkja á okkur?

minnsta sem þið gætuð gert í leiðinni!

olla i Norge (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband