Það styttist, það styttist!!

Jæja það styttist í próf... en það er bót í máli að það styttist þá líka í Íslandsferðina!! Ég get nú ekki lýst þeirri tilfinningu að vera stressuð og spennt á sama tíma, þessar tilfinningar rífast hreinlega um plássið í maganum á mér og það eina sem huggar magann í þessum slagsmálum er súkkulaði. LoL Þannig ég er dugleg þessa dagana að éta súkkulaði!!

Hafdís er úberspennt fyrir ferðinni, sagði við eina fóstruna á leikskólanum að hún væri að fara til Íslands, og ætli aldrei að koma aftur á leikskólann... hahahaha!!! Og það var sagt með tilþrifum á dönsku. Hún er annars búin að vera eins og engill núna síðustu daga, við bara söknum bara nærri uppátækjanna... hún er að hætta að vera barn og er orðin krakki, krakki sem kann stundum að hlýðaWink

Ég er samt að reyna að láta mig ekki hlakka of mikið til að fara, til að halda einbeitningu á prófið. Það er bara svo auðvelt að detta í dagdrauma og hugsa um allt það sem ég ætla að gera þennan stutta tíma sem ég er á Íslandi. Allt sem ég ætla að borða og allt sem ég ætla að kaupa til að fara með aftur út... Dísúss hvað maður getur verið klikk!!

Það er búið að vera nóg að gera í skólanum undanfarið, verkefni, verkefni og verkefni. Sem betur fer á ég rosalega góða og sæta vinkonu hér sem hjálpar mér með allt. Ég meina það ég veit hreinlega ekki hvar ég væri ef Möggu nyti ekki við. Sæti sjálfsagt grenjandi í ferðatösku með allt á hælunum. Hún er bestSmile En Magga er búin að hjálpa mér núna með stærstu skilaverkefnin þar sem danskan mín er ekki enn upp á marga fiska. Mér finnst ég samt dugleg að tala og hef ekki ennþá talað ensku í Danmörku!! Enda er það ekki tungumálið sem þeir tala hér... híhíhí...

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú tekur þetta próf nú bara í nefið mín kæra!!! það er nú bara þannig ;)

var með laxamús í forrétt á lau og stefni að því að græja það handa ykkur þegar þið komið... þannig að byrjaðu að slefa núna hahahaha

knús á ykkur flotta fjölskylda! er farin að telja niður ;)

kveðja Óskin

p.s spurning um að Hafdís gæti tekið Makkann í kennslu þegar þið komið! tekið hann á svona hlýðnis-námskeið!!!

Ósk (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Já það er greinilega nóg að gera mín kæra. Og get alveg trúað því að þú sért með smá hnút í maganaum;/ En hræðilegast finnst mér nú að hitta þig ekkert Stella mín þegar að þú kemur til landsins;( En svona er þetta.

Gangi þér vel og ég hugsa til þín mín kæra.

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 31.3.2009 kl. 14:05

3 identicon

Gangi þér vel að læra Stella mín, rúllar þessu bara upp;)

Hlakka svaka mikið til að hitta ykkur öll, þetta verður bara æðislegt;)

Lærikveðjur frá okkur, knús á liðið..

Hrund og familí

Hr' (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:34

4 identicon

Gaman að heyra að Hafdís sé orðin krakki hahaha! mín er ennþá barn:D aaa ég verð greinilega að bíða lengur!

Þú rúllar þessu prófi kona, eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur

En skemmtu þér vel á Íslandi og leiðinlegt að missa af þér.. langt síðan ég sá þig seinast maður!

hafið það gott sætu vinir og krakki

Steinunn Salome (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband