Ein í kotinu!

Nú eru Helgi og Hafdís mætt á klakann... þau flugu í dag og fóru beint austur í framhaldi, þannig að þau eru mætt í Víðimýri 5, 740 Paradís. Ég er því ein í kotinu og hef það huggulegtWoundering Fékk mér Kebab durumrúllu hjá Tyrkjunum á horninu í kvöldmatinn, sofnaði svo pakksödd fyrir framan imbann yfir ANTM og veit þ.a.l. ekki hver datt út og missti af Bráðavaktinni!!! Vaknaði svo við þegar Helgi hringdi til að tilkynna að þau væru komin. Verð að viðurkenna að mig dauðlangar að vera með þeim, en það er nú bara vika þar til ég fer til ÍslandsWink

Skóli á morgun, eða námskeið öllu heldur, síðasti dagurinn fyrir próf!! Helgin fer í það að lesa, mánudagur og þriðjudagur, prófið er svo kl. 12.30 á miðvikudaginn. Spáir hér allt að 17 stiga hita um helgina og ég að lesa... kannski maður stingi nefinu út og lesi pínu þar.

Hef aldrei áður verið svona án Hafdísar, þetta er pínu tómlegt. Hef svona tilfinningu eins og ég sé að gleyma einhverju! Ekkert nesti að smyrja, ekkert að taka til föt á hana... En ég nýt mín, það verður notalegt í fyrramálið að hafa allan tímann bara fyrir mig. DejligtGrin

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vika er ekki langur tími sérstaklega ekki þegar stór verkefni eru framundan eins og próf, gangi þér vel með lesturinn, vittu til tíminn stendur ekki í stað og þú verður komin til landsins áður en þú veist af, ég elska þig og takk fyrir að lofa okkur að fá gullljónið. knús faðm og kossar að heiman og við hlökkum öll til að hitta þig.

þín mamma

Kata Sól (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Æ hvað ég skil þig! Þetta hlýtur að vera pínu skrítið að vera svona ein allt í einu. En vá hvað það var gaman að hitta Hafdísi og Helga. Hún er búin að stækka og þroskast mikið á þessu hálfa ári skvísan. Það kom mér líka mest á óvart að hún mundi hvað ég hét. Það yljaði mér um hjartarætur;)

En gangi þér vel kæra mín.  Stórt knús frá vinkonu!

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband