20.4.2009 | 21:25
Komin aftur til baka!
Jæja, þá er lífið komið aftur í sína rútínu. Við komum heim á föstudaginn eftir fína Íslandsferð. Gott að komast aðeins í burtu og skipta um umhverfi og fólk, en mikið var líka gott að koma til baka. Þar sem dótið mitt er þar á ég heima, greinilega. Ekki fannst mér ég vera heima í Reykjavík, þó svo að mér líði nú alls ekki illa þar og gaman að hitta alla. Viss um að tilfinningin sé önnur "heima" í Neskaupstað og ég geti látið mér líða eins og heima í mömmudóti ;) En nú eru 11 vikur í Neskaupstað þar sem við ætlum að eyða sumarfríinu okkar í vinnu þar og Hafdís verður í góðum höndum móðursystur sinnar og ömmu og afa.
Við gerðum nú ekki íkja margt á Íslandi, heimsóttum ekki nánda nærri alla þá sem planað var að heimsækja, gerðum ekki nánda nærri allt sem planað var að gera svo fóru mamma og pabbi líka fyrr úr bænum en gert var ráð fyrir sem setti planið aðeins úr skorðum. En við gerðum samt gott úr þessu öllu saman og nutum okkar vel. Fermingarveislan hennar Önnu Margrétar var bara æðisleg, góður matur og þar hittum við líka mjög marga ættingja mína sem var bara gaman. Ekki eyðilagði veðrið þennan dag, sem var frábært.
Fyrsti skóladagur var í dag eftir páskafrí, ég var fegin þegar hann var búin. Fannst þetta bara vera eins og fyrsti skóladagurinn. Fegin að það er frí á morgun svo ég geti melt aðeins það sem verið var að tala um í dag og hvernig þessi módull verði. Aðeins meiri verkefnavinna fram að sumarprófum heldur en á fyrrihluta annar.
Síðan við komum heim er búið að vera 20° hiti, bara ljúft. Siggi bróðir pabba, konan hans og Begga frænka og fjölskylda komu hingað á laugardaginn frá Vejle. Við eyddum deginum með þeim í dýragarðinum, og borðuðum svo öll saman áður en þau fóru aftur til baka. Æðislegur dagur. Á sunnudeginum fórum við svo í vöfflukaffi til Hilmis og Svövu og svo í grill til Möggu og Pálma, frábær sunnudagur. Magga og Pálmi fóru líka til Íslands um páskana svo við höfðum um nóg að tala :)
Þar til næst...
Athugasemdir
mikið er gott að sjá að þú finnur þig komna heim þar sem dótið þitt er, já það er satt þú ert að sjálfsögðu alltaf heima þegar þú ert hjá okkur en þú bjóst líka þannig um hnútana að þú átt þitt uppáhalds rúm hjá mömmu og pabba og sitthvað sem þú átt sjálf. elska ykkur öll og er farin að hlakka til komandi samverustunda knús og kossar frá okkur í víðmýri5
Katrín Sól Högnadóttir, 21.4.2009 kl. 00:24
Æ það er alltaf gott að koma heim til sín, hvar sem það er:)
Gaman að sjá ykkur og hitta á Íslandinu góða, fannst gaman að sýna Jakob og sjá Hafdísi Huld... Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið til Íslands á ný... Þá verður Jakob farinn að labba með þessu áframhaldi;)
Knús í kotið, Hrund og familí
Hrund og Jakob (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:04
Oh alltaf gaman að lesa bloggin þín. Hvar eruð þið að fara vinna í sumar? Ein sem er forvitin. En það verður gaman að hitta ykkur í sumar þegar við kíkjum í heimsókn.
Ég öfunda þig nú smá af hitanum þarna úti, en samt ekki, hundleiðinlegt að vera læra fyrir próf í svona góðu veðri. Jæja ætla fara halda áfram að læra, fyrsta prófið er á þriðjudaginn. Þarf nú samt að fara heyra í þér, þú ert aldrei inn á msninu til að spjalla. En hafið það alveg rosalega gott. Knús á ykkur.
Kv. Anna Kristín
Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.