Það styttist...

... og styttist!!! Próf eftir 2 vikur og mér finnst ég vita minna núna en þegar ég byrjaði! Er nærri búin með eðlisfræðiverkefnið en það vantar enn inn í það. Ætla að freista þess að byðja um frest fram yfir helgi og reyna að laga og bæta, nú ef ég fæ það ekki fer það eins og það er núna og ekkert hægt að gera í því.

Helgi er búin með sín próf, efnafræði og ensku. Hann veit ekki alveg hvernig efnafræðin gekk, ekkert alltof bjartsýnn á það, en fékk 10 í ensku. Snillingurinn litliSmile Skólinn hjá honum er samt ekki búinn, en það er ekki mikil mæting í hann þessa dagana. Bara gott að fá svona smá frí þegar búið er að læra og læra... Hann hefur líka verið að hjálpa Hilmi og Svövu, vinafólki okkar, sem eru að flytja aftur til Íslands í næstu viku. Þau fara með norrænu á þriðjudaginn næsta.

Anna Margrét ætlar svo að koma til okkar í næstu viku. Hún verður samferða Huldu, mömmu hennar Möggu vinkonu, til að vera viðstödd útskrift hjá Möggu og Atla. Magga er að útskrifast sem geislafræðingur og Atli sem kírópraktor. Hörku dugleg systkin þar á ferð. En það verður gaman að fá Önnu, ég get þó ekkert hitt hana að ráði fyrr en 25. júní, en þá er prófið búið. Hún ætlar svo að koma með okkur til baka í Norrænu. Helgi verður bara hennar leikfélagi þangað til, getur sýnt henni sebrahestinn í dýragarðinum og svonaWink

Annars er lífið hjá okkur bara á bið þessa dagana, ekkert mikið að gerast hjá okkur. Einhvernveginn eru allir að halda niðri í sér andanum og ætla að sleppa þegar prófin eru búin. Pia, eina vinkona mín í skólanum, sagði mér í gær að hún ætlar að hætta. Hún ætlar ekki að taka prófið, bara að fara að vinna aftur og sinna börnum og heimili. Hún er sjúkraliði og ætlar bara að halda áfram að vinna á því sviði. Það verður erfitt að hafa hana ekki, en ég get þó alltaf hringt í hana.

En 3 vikur í ísland... ekki langur tími það!! Gerið kokteilhristarana klára.... hehe

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband