Komin að heiman og heim!!

Langt síðan síðast... Sumarið búið og við komin aftur til Danmerkur! Eins og ég kveið fyrir að pakka áður en við lögðum af stað var ég eitthvað aflappaðari heima hjá mömmu og hún þarf að senda mér helminginn af dótinu mínu... sem ég gleymdi!! Hahaha!! Íslandsdvölin var fljót að líða, allt of fljót. Náði þó að kíkja á fiskidaginn mikla og fara í útilegu á Akureyri. Annars gerðum við lítið annað en að vinna og sofa, hitta góða vini og sofa og borða góðan mat og létum stjana við okkur hjá mömmu og pabba. Hafdís var í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa og náði að stjórna þeim alveg eins og hún vildi hafa þau, á meðan við unnum :) Ég á sjúkrahúsinu og Helgi í álverinu. Hrafnhildur og Viktor fluttu svo með okkur út, það verður gott að hafa þau hér í vetur. Öryggisnetið okkar alltaf að stækka :)  

Skólinn er byrjaður á nýjan leik og við svona að reyna að koma okkur aftur í rútínu. Ég byrjaði í praktík í morgun og verð á röntgendeildinni í Nyborg næstu 10 vikurnar. Á að vera mætt þar 7.30 á morgnana til kl. 15, þannig að það verður farið snemma í háttin til að vakna snemma. Hlakka til að sjá hvernig það gengur með Hafdísi að fara svona snemma á fætur, nógu erfitt að fá hana fram úr klukkan hálfátta hvað þá sex!!! En það hlýtur að komast í rútínu eins og hvað annað.

Hafdís var ekkert á því að fara aftur í leikskólann og mér leið alveg eins og þegar ég skildi hana eftir fyrsta daginn, hún grét og grét á eftir mér og sagðist ekki skilja neitt!! Þegar ég náði svo í hana var hún bara söm við sig, bara gaman á leikskólanum og vildi bara ekkert koma heim. Hún var bara fegin að hitta vini sína og að fá að leika sér allan daginn.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kíki annað slagið hingað inn, vildi bara kvitta, gaman að sjá Danmerkur oplevelsið ykkar ;)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband