Fall er fararheill!

Það á ekki alveg að okkur að ganga, eða kannski er það bara að fall er fararheillWink Hvert ólánið eltir annað og nú það nýjasta var að það var dúndrað aftan á okkur í dag. Skottið á bílnum í klessu en við í lagi sem betur fer. Ætlum að athuga með hvort hægt sé að seinka miðanum í ferjuna.

Krummi er farinn á nýtt heimili norður á Ólafsfjörð svo það er frekar mikil sorg hér á bæ. Hann er samt komin til frábærrar fjölskyldu að mér sýnist, líst ljómandi vel á þau. Við keyrðum s.s. með Krumma á móti nýju fjölskyldunni í dag og það var á Egilsstöðum þar sem aftanákeyrslan var. En mættum þeim á miðri leið í túristaútskoti þar sem við vorum eins og túristar með myndavélina á lofti að taka myndir af okkur með Krumma. Nýji eigandinn ætlar að halda áfram að vera með hann í leitarhundum svo hann heldur áfram að gera það sem honum finnst gaman og það sem hann er bestur í. Ég verð nú samt að segja að ég sakna hans strax, mig vantar þennan hundshaus sem hangir svo oft á lærunum á mér þegar ég er í tölvunni. Ég kem heim frá Danmörku með nýjan hund sannið til.

Annars missti ég af símtali frá skólanum í Odense í dag og er að deyja úr forvitni af hverju þeir voru að reyna að ná í mig. Verð að spreyta mig á skólabókardönskunni strax í fyrramálið og athuga málið. Annars var okkur líka boðið að sækja um íbúð á kollegi í Odense, á Rasmusrask kolleginu. Þegar ég var að ræða málin við Möggu vinkonu og Pálma kærastann hennar um daginn bentu þau mér á að drífa í að sækja um á kollegin en höfðu ekki góðar sögur af Rasmusrask og létu það í ljós að það væri sísta kollegið í Odense, auðvitað er það eina kollegið sem býður mér að sækja um... Já fall er fararheill. Ég ætla samt að svara þessu og flytja svo bara ef okkur líkar ekki. Þetta er reyndar eitthvað langt í burtu frá skólanum en ég verð þá bara mjó af að hjóla lengraGrin

Það gengur bara ágætlega að pakka, þetta kemur allt með kalda vatninu. Hugsa að mig langi bara að henda öllu og kaupa nýtt, svo meðhöndla ég fallegu gömlu hlutina mína sem einhver gaf mér... úps! Þetta er allt á leiðinni í geymslu í bílskúrinn hjá góðu mömmu og pabbaWhistling Þegar ég verð búin að kaupa nýtt þá kannski, kannski hendi ég þessu gamla.

En ætla að fara hugsa um samræðurnar sem ég á í vændum við danska konu á símanum í danska skólanum sem ég er á leið í!! Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband