Mæðradagurinn er í dag!!

Nú er frábær vika á enda. Var einn dag í skólanum í síðustu viku, ég gerði nú svo sem ekki mikið við frítímann minn, allavega ekkert merkilegt. Notaði hann ekki í að læra eða taka húsið í gegn eins og ég hefði átt að gera!!

Vorum hjá Siggu og Hjalla síðustu helgi í góðu yfirlæti og frábæru veðri. Krakkarnir hlupu um sjálfala, ýmist í brók eða brókarlaus, á meðan við sóluðum okkur og nutum lífsins. Komum svo heim á laugardagskvöldinu því ég var búin að plana dýragarðsferð með Beggu frænku og Evu systir hennar sem var í heimsókn hjá Beggu. Veðrið hefði nú alveg mátt vera aðeins betra á sunnudeginum en dagurinn var góður. Begga átti afmæli og við bökuðum fyrir hana köku og héldum smá afmæliskaffi með henni.

Skellti mér svo á smá djamm á fimmtudagskvöldið, en föstudagurinn var frídagur hér í DK svokallaður Stóri bænadagurinn. Það var mikið drukkið, mikið dansað og dansað meira! Á föstudaginn fórum við svo í afmælismat til Beggu þar sem hún bauð okkur í grillaðan humar og svínalundir, mmmm.... það var bara gott. Laugardagurinn var tekin í afslöppun. Áttum svo yndislegan dag í dag, veðrið var frábært og fengum fullt af góðu fólki í heimsókn. Pálmi kíkti með Júlíu, Svava og Hilmir komu með sín börn og svo kíkti Júlíanna við með sína fjölskyldu en þau eru nýkomin hingað til Odense. Þannig að Hafdís fór þreytt og sæl í rúmið eftir að vera búin að leika sér í allan dag. Helgi gaf mér líka blóm í tilefni mæðradagsinsGrin

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband