Þá er komið að því!!!

Jæja þá er komið að því að byrja á þessu bloggi. Sótti um það fyrir löngu síðan en hef bara ekki haft neitt að segja þar til nú.

Dagurinn í dag var nefnilega stórmerkilegur, Hrafnhildur Þórarinsdóttir stórvinkona mín á afmæli í dag og ég sagði leikskólaplássinu hennar Hafdísar upp!!!! Whaaaat...  Jább, í gær pantaði ég far með Norrænu aðra leiðina til Danmerkur og ætlum við litla fjölskyldan að flytjast þangað 14. ágúst n.k. Spennandi!!! Þetta er nú búið að vera frekar mikill tilfinningarússíbani fyrir mig og er ég búin að rífa í hárið á mér og segja upphátt "Hvað er ég búin að koma mér útí .. af hverju kom ég mér í þessar aðstæður?!?!" En ég fór í dag á spítalann til ömmu að segja henni fréttirnar, með tárin í augunum gubbaði ég orðunum útúr mér án þess að missa kökkinn, Kitti frændi var þar líka og segir "hvað ertu ekkert spennt yfir þessu, mér finnst þú nú ekkert mikið spennt.." ég hugsaði með mér að hann vissi bara ekki neitt. Svo segir hann að ég sé svo rótföst að ég sé að nostra við hverja einustu rót og ríf hana hægt upp... Ég tók þá ákvörðun á stofunni hjá ömmu að ég er að fara umpotta og ætla að hafa mína eigins rætur í mínum eigins blómapott sem ég get flutt með mér hvert sem ég vill. Takk Kitti fyrir að opna huga minnKissing Svo nú er ég bara orðin spennt fyrir fyrirhuguðum flutningum. Eigum reyndar eftir að finna okkur íbúð en ég hef samt litlar áhyggjur af því, það reddast. Reyndar er ég heldur ekki búin að fá svar úr skólunum sem ég sótti um í, en ég hlýt að komast inn.

En nú erum við samt mest farin að hlakka til að fara til Tenerife 1. júlí. Ferðin var pöntuð í janúar, þá voru 5 mánuðir í brottför og ég ætlaði að vera búin að létta mig í bikíní, nú eru 4 vikur í brottför og ég hef ekki lést neitt. Verð bara bolla á bikíní. Get sjálfri mér kennt um það. Ég grennist við að vera fátækur námsmaður í vetur í Danmörkinni...

Þar til næst...

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband