Þá verð ég líklega búin að gleyma þér!!!

Það er margt að gerast þessa dagana, aðallega við það að gera ekki neitt. Komin í sumarfrí sem á eftir að vera ansi langt hjá mér þetta sumarið þar sem ég er hætt í vinnunni og ekki komin í neina aðra vinnu sem stendur. Jú reyndar er ég að skúra skrifstofuna hjá Deloitte en ekkert meira en það. Ætla mér bara að njóta þess að vera ekki bundin og vera dugleg að nýta þann tíma sem ég hef með ömmu minni. Tek svo að mér aukavinnu sem býðst eins og um helgina var ég að þjóna í brúðkaupi á Eskifirði sem var mjög fínt og skemmtileg tilbreyting.

Tvær litlar frænkur mínar komu í heimsókn til mín á laugardagskvöldið þær Þórey (11) og Jóa (9). Alveg ferlega fyndnar systur en þær eru dætur Ollýar dóttir hans afa. Geta talað út í eitt og um allt. Eru alls ekkert feimnar og koma bara hreint fram og segja sínar skoðanir á hlutunum. Eitt af því sem við ræddum eru fyrirhugaðir flutningar okkar til Danmerkur, hvað við séum nú að fara gera þar og hvað við ætlum okkur að eiga heima þar lengi. Ég sagðist nú vera búin að sækja um í skóla og vonandi fengi ég inn í hann annars færum ég bara að vinna, Helgi ætlar að fara að vinna þangað til hann fer í skóla eftir ár eða tvö. Ég kvaðst nú ekki vita hvað við mundum vera lengi kannski 1 mánuð kannski 10 ár, það yrði tíminn bara að leiða í ljós. Váááá 10 ár, það fannst Jóu langur tími hún yrði alveg 19 ára og Þórey 21!!! Hafdís Huld yrði 12 að verða 13... Svo segir hún frekar leið í röddinni að það sem væri samt leiðinlegast við það að ég væri svona lengi úti er að hún myndi örugglega gleyma mér...

Jæja það er einhver að biðja um að fá að tala við mig í símanum, þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Hæ og hó ..

Við erum svo nýmóðins . ha ha ha

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 9.6.2008 kl. 23:39

2 identicon

Hæ sæta mín

Mér finnst frábært að þið séuð allar að blogga kannski ég hefði gott að því að byrja að blogga, hehehe fá útrás fyrir hugsununum. 

En ég skal sko koma að heimsækja þig til DK...jeg taler danske mér finnst þetta bara góð ákvörðun hjá ykkur og er stolt af þér.

Steinunn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Helúú.. Ekki vissi ég að þú værir með blogg!!!

Er eitthvað svo innantóm og hef ekkert að segja.

Nema bara ð þú ert æði

Þín Þóra 

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 11.6.2008 kl. 14:03

4 identicon

Nohh bara komin með blogg. Frábært er spennt að fylgjast með ykkur hér. :)

Kv úr borginni, Anna Kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband