Eins og allir hinir

Sumir dagar eru ekkert betri en aðrir, sumir dagar eru frábærir og sumir dagar eru bara eins og allir hinir dagarnir. Þessi dagur var einn af þeim sem var eins og allir hinir. Vaknaði fór með Hafdísi á leikskólann, lét mitt af mörkum í heilbrigði íslendinga (á heildina litið) og hjólaði inn í Skuggahlíð sem eru b.t.w. 16,2 km. heiman frá mömmu. Dró Helga með mér í heimsókn til ömmu á spítalann, fór í verslunarleiðangur með Hrafnhildi og vinkonu hennar Valgerði, sótti Hafdísi, fór í sund, eldaði mat, fór til ömmu og mútaði Helga til að fara í sjoppuna og kaupa nammi. Ég á svo marga svona daga upp á síðkastið að þeir eru meira að segja farnir að vera fljótir að líða...

Annars fórum við HÞ á íþróttavörumarkað þar sem ég gerði hreint fín kaup, keypti mér nýjar hlaupabuxur og peysu. Ánægð með þá peninga eyðslu.

Nammið kallar úr stofunni og svo á ég dýrindis rauðvín í glasi sem kallar á athygli mína, þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Svo erum við að tala um Beggu blautu !! Er það ekki bara þú

Er að skrifa mér ferðadisk .. Bland af Basshuter og Bítlunum ..

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 12.6.2008 kl. 00:27

2 identicon

Hæ skvís

Þú ert svo mikið hörkukvendi ótrúlega dugleg en láttu nú nammið í friði... einmitt segir beautybollan sjálf nammi nammi namm elska nammi  

'Eg komin með blogg líka hérna  www.skonsa.blog.is tjekkitout

Allavega er mér farið að langa að hitta ykkur í spil partý og co jebb jebb

later Hugga

Hugga (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Steinunn

ohhh stella manstu þegar við hjóluðum uppí skuggahlíð  .  Fórum Beint uppí Melabúð að skrifa hva 1 kíló af lakkrís á mömmu þína.við vorum yndislegar 8 ára pæjur á alveg eins hjólum nema lásarnir voru öðruvísi á litinn svo við mundum þekkja þau i sundur.  Auðvitað þurftum við nesti fyrir hva 16.2 km...það er aldeilis kílómetra fjöldi..samt grenntist ég ekkert..SVINDL

umm njóttu þess að borða nammi, það er svo gott

Steinunn, 12.6.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband