Skræfur á Tenerife!!!

Komin heim eftir 3ja vikna fjarveru. Vikurnar tvær á Tenerife voru bara hreint frábærar. Vorum með Hrafnhildi og Viktori fyrri vikuna og þá seinni við þrjú. Notuðum þennan tíma í tætlur í að láta okkur líða sem best. Fórum út að borða á hverjum degi og létum gengið ekkert skemma fyrir okkur skemmtanir. Takk Hrabba og Viktor fyrir frábært frí Kissing Það var mikið brallað þarna, við fórum t.d. í apagarðinn og fengum að gefa lausum öpum að borða það stendur uppúr af ferðinni hjá dömunni, jú og ströndin sem var svo skemmtilegur sandkassi með sundi!!! Við fórum reyndar líka í vatnsrennibrautargarð, og þar var rennibraut sem er kölluð Boomerangið... hélt að ég myndi aldrei viðurkenna það en ég þorði ekki í hana SHIT-TIT, við Hrabba og Viktor fórum upp alla stigana og fórum aftur niður stigana með skottið á milli lappana ef það hefði verið til staðar.

BOOMERANG

Fórum svo í dýragarðinn Loro Park þegar Hrafnhildur og Viktor voru farin heim, Viktor er nebblega búin að fara þangað með pabba sínum. Nenni annars ekki að rekja ferðasöguna og á eftir að segja frá henni í smáskömmtum e.t.v.

Annars styttist óðum í Verslunarmannahelgina og brúðkaupið!!! Ég fann kjólinn og skóna í Reykjavík áður en við héldum heim á leið. Kristín Harpa og Þóra Elísabet voru með mér í heilan dag og þakka ég þeim ómældan stuðning. Takk-takk-takk. Ekki má gleyma Elínu sem var með mér í heilan dag að leita áður en við fórum út, en án árangurs, Takk Elín. Svo núna tekur við að ákveða veitingarnar og vökvaveitingarnar. Þetta er svaka moj, en skemmtilegt moj.

Erum ekki komin með íbúð í Danmörku en Sigga frænka er á fullu fyrir okkur og við erum reyndar líka komin nr. 46 á biðlistann á kollegi. Við fáum íbúð, það fá allir íbúð þegar mest á reynir er það ekki? Helgi er ekki komin með vinnu og ætlar að fara í að finna sér hana þegar við erum komin á staðinn og komin með íbúð. Ég er ekki komin inn í skólann og fæ ekki svar fyrr en 30. júlí í fyrsta lagi. Svo það eina sem er visst hjá okkur með þessa flutninga er að við eigum að mæta í Norrænu 14. ágúst kl. 14.00.

Ætla ekki að hafa þetta lengra, er dottin ofan í mars og snickers pokann sem ég keypti í fríhöfninni. mmmmm....  

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé að það er allt að gerast hjá þér sæta Flutningar og brúðkaup. Ykkur ætti ekki að leiðast næstu vikurnar, alveg frábært. Var að vísu búin að fá smjörþefinn af þessu hjá Elínu en gott að fá nánari upplýsingar á netinu þar sem saumaklúbburinn er kannski ekki sá virkasti

En gangi ykkur rosa vel með allt, en við sjáumst nú kannski áður en þið yfirgefið paradísina

Kv MK

María Katrín (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband