Flutningar...

Ég er nú byrjuð að pakka niður í kassa fyrir Danmerkurferðina, ekki því sem ég ætla að taka með mér heldur því sem ég ætla að skilja eftir. Við ætlum nefnilega ekki að taka með okkur búslóðina heldur aðeins það nauðsynlegasta og því sem kemst í bílinn þar sem við ætlum að flytja með bílinn með okkur. En það sem ég tel nauðsynlegt eru fötin okkar, handklæði og baðdót, borðbúnað og eldhúsdót, persónulegustu stofumunina og myndir af okkar nánustu. Á undanförnum 10 árum sem við höfum búið saman er svo mikið sem við eigum af dóti... ég hélt að ég hafi hent alveg helling þegar við fluttum austur á sínum tíma en neeeiiii!!! Ég á fullt af glösum sem eru bara til 4 af og ekki hægt að kaupa inní, bolla fyrir tvo (sé ekki fyrir mér að ég og Helgi eigum eftir að drekka rómantískt morgunkaffi úr þeim), pressukönnu sem ég gat ekki á heilli mér setið að eignast og fleira og fleira drasl. Ég vildi að einhver bankaði hjá mér og bæði um dót á tombólu, sá færi sko í burtu með dót og þyrfti ekki að fara í fleiri hús. Gefur maður sófasett á tombólu?

Annars er ekkert að frétta af íbúðarmálum, hvorki erum við komin með íbúð né leigjendur. En ég ætla ekki að láta það trufla hjá mér svefn, ég þarf minn fegurðarblund. Það er líka nóg að hugsa um í bili. Brúðkaup eftir tæpar 2 vikur, og matseðillinn ekki enn tilbúinn en þetta á allt eftir að smella. Er farin að hlakka þó nokkuð til. Ætla að hitta Rósu í vikunni og fara yfir greiðslu og förðun, en hún ætlar að gera mig sæta á daginn sjálfan. Svo ætla ég að fara út fyrir fjallagarðinn að finna skó á Hafdísi og kaupa í lágvöruverslunum í grenndinni í leiðinni.

Í dag var fínasta veður í firðinum fagra, heitt en frekar mikið rok svo mér fannst ekki mikið heillandi að vera úti, fórum þó inn í sveit með hundana Krumma og Kráku, hentum bolta fyrir hundana og Hafdís henti steinum í ána. Undarlegt hvað það er góð skemmtun fyrir krakka. Svo fórum við auðvitað í sund eins og alla aðra daga en það er samt alltaf jafn skemmtilegt. Ég á eftir að sakna sundlaugarinnar mikið úti í DK. Ég sakna meira að segja sundlaugarinnar þegar ég er í RVK!!!

Jæja ætla að halda áfram að pota hlutum ofan í kassa, þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband