4.9.2008 | 23:48
Til hamingju nýbökuðu mömmur
Til hamingju Elín og Ingvar með Sófus Örn sem fæddist 14 merkur og 52 cm þann 29. ágúst og Hrund mágkona og Emil með litla gaur sem fæddist í morgun 18 merkur og 55,5 cm. Elín að eignast sitt þriðja barn og Hrund með sitt fyrsta. Alltaf gaman þegar aðrir eignast börn, get ekki sagt að það klingi neitt sérstaklega þegar mömmurnar lýsa fáránlegum verkjum og erfiðum fæðingum en ég get verið sammála þeim í því að þetta borgar sig og gleymist fljótt...
Til hamingju Setta frænka með afmælið, 50 ára unglingur sem heldur upp á afmælið í Karabíska hafinu, ekki amalegt það. Er viss um að hún hafi verið viss um að hitta Johnny Depp því hann var í Pirates of the Caribbean og Kim hefur ekkert verið að leiðrétta það því hann hefur langað mikið þangað til að taka myndir
Flutningar ganga vel og við búum heima hjá mömmu og pabba með allt okkar dót!!! Gengum frá íbúðinni í gær og krakkarnir sem ætla að leigja hjá okkur fóru inn samdægurs. Fengum að skilja innbúið eftir s.s. sófann, sjónvarpið, hillusamstæðuna, eldhúsborð og stóla svo eitthvað sé nefnt. Það var mikill léttir fyrir okkur og pabba sem sá fram á að komast ekki inn í bílskúrinn sinn á komandi vetri. Það eru 6 dagar í Norrænu og svo flytjum við inn á Möggu og Pálma í Óðinsvé þar sem ekkert bólar á íbúð
En Hrafnhildur klukkaði mig um daginn og ég ætla hér að láta verða af því,
Fjögur störf sem ég hef unnið við:
Sundlaug Neskaupstaðar - sundlaugarvörður
Fjarðabyggð - flokkstjóri, blómah**a og skjalaflokkari
Baugur Aðföng - afgreiðslustjóri bretta á vörulager (formlegt heiti)
Egilsbúð - þjónn, skúra, pizzabakari og sendill, barþjónn...
Fjórar bíómyndir sem ég hef horft oft á:
Billy Madison - Bara snilld, elska Adam Sandler
The last boy scout - kunni myndina gjörsamlega utan að
Kötturinn með höttinn - horfi oft á hana með afsprenginu og hlæ mikið, Mike Meyers er bara snillingur í þessu gerfi
Comando - Shwarznegger mynd, hægt að horfa á aftur og aftur og aftur
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Þiljuvellir - Neskaupstað
Stórholt - Reykjavík
Vesturberg - Reykjavík
Lísuberg - Þorlákshöfn
Fjórir sjóvarpsþættir sem ég horfi á:
Sex and the city
CSI - allar gerðir
Húsmæðurnar aðþrengdu
Klovn
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Híbýli vindanna - hef lesið hana 3svar
Sjálfstætt fólk - 2svar
annars eru það bara barnabækur sem ég hef lesið oft, eyði frekar tímanum í krossgátur og sudoku heldur en að lesa
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Strandirnar
Tenerife
Costa del Sol
Neskaupstaður
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Mbl
Leikjanet og land
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Svið - ég elska þau
Lambalæri - mmmm... það bara getur eiginlega ekki klikkað
Kjúklingur - allskonar finnst kjúllinn bara góður eiginlega á allan hátt
Rauðvínssúpan - Biggi kokkur trúir ekki enn að mamma geri súpu úr rauðvíni!!!
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Elma Guðmunds - það verður gaman að sjá
Steinunn Salóme - þarf hvort eð er að fara blogga eitthvað
Berglind Ýr - ertu að lesa síðuna mína?
Helga Ingibjörg - hafðu gaman af
þar til næst...
Athugasemdir
Sæl og blessuð,
Gaman að sjá að allt gengur vel. Þið finnið ykkur svo bara íbúð þegar þið verðið komin út, alveg viss um það. En Stella mína var Elín ekki að eignast sitt þriðja barn, ég er nokkuð viss um það. Það er bara allt gott að frétta héðan, ég er að reyna læra upp í skóla, gengur eitthvað illa þar sem ég er alltaf að skoða eitthvað annað. Bið að heilsa öllum og skemmtið ykkur vel á morgun.
Kv. Anna Kristín
Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:53
Júhú!!! Ég get svarið fyrir það að ég hugsaði þriðja þegar ég skrifaði þetta... en er búin að breyta núna
Stella Rán, 5.9.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.