Vinna-vinna-vinna!!!

Það er búið að vera hugguleg vika hér hjá okkur í Danaveldi. Reyndar ekkert mikið um að vera hér, fórum síðust helgi í dýragarðinn réttara sagt á sunnudeginum. Það viðraði vel á Odense og ég klæddi fjölskylduna í sunnudagsföt, smurði nesti og við héldum af stað. Vorum ekki búin að vera í dýragarðinum þegar það kom HELLI-demba... Ég í lopavesti og ekki með neitt yfir mig, Helgi og Hafdís voru þó í úlpum... hehe... en við borðuðum nestið okkar bara heima og dýragarðsferðin var ekki löng.

Ég er líka þessa vikuna búin að vera í garðavinnunni með Helga. Það er bara búið að vera fínt, eyðum bara meiri tíma saman fyrir vikið. En það lítur út fyrir að ég sé búin að fá vinnu eitthvað fram í desember á hóteli niðrí bæGrin Er allavega skrifuð á 12 morgunvaktir þar!!  Vaktirnar eru frá 6-14 og 7-15, þetta er fínn vinnutími finnst mér. Þá á maður allan daginn eftir þegar vinnan er búin. Byrja reyndar á kvöldvakt á mánudaginn kl. 17-?! Þarf bara að standa mig þá til að mega mæta aftur .. Held  nú að það verði ekki vandræði með vinnuna sjálfa en kannski dönskuna! Er bæði spennt og kvíðin fyrir að byrja, en hugsa að þetta verði bara gaman.

Hafdís verður alltaf sáttari og sáttari við leikskólann með hverri vikunni. Farin að tjá sig meira og blanda sér meira í leikinn, en matarlistina vantar. Hún kemur alltaf heim með sama nestið og ég sendi hana með á morgnana. Ég get nú ekki annað sagt en að ég sakni leikskólans heima smá, sem gefur litlum börnum heitan mat í hádeginu.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Börn borða ef þau eru svöng" sagði ljósan við mig þegar ég hafði áhyggjur af því að Jakob drykki ekki jafn oft og týpísk börn! Hana nú;) Nema hún sé með anó...hahaha..

Gott að vita að það er nóg að gera hjá ykkur, vinnan göfgar manninn..nema þegar rignir;)

Kveðja úr firðinum, Hrund (spekingur) og fjölskylda:*

hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Greinilega allt í áttina hjá ykkur þarna. Frábært með vinnuna og Hafdísi.                Fyrir utan listaleysið hjá henni. Nú er bara spurning um að fara að safna sér fyrir ferð út í heimsókn til ykkar næsta vetur eða vor.

Knús á línuna frá okkur hérna í skítakuldanum

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband