Vinnan

Höfum verið hér hálfgerðir lasarusar undanfarna daga! Vaknaði á laugardagsmorgun við að Hafdís var að æla allt útSick var slöpp allan daginn með meðfylgjandi hita... og akkúrat  þessa helgi kom besta veður sem hefur verið hér í Odense þetta haustið!! Týpiskt alveg að þurfa að horfa á góða veðrið út um gluggann. En þótt Hafdís hafi verið inni fór ég í bæinn á laugardaginn að finna mér skyrtu fyrir nýju vinnuna, púfff... ég veit hreinlega ekki hvort það er fyrirtæki hér í Odense líkt og Seglagerðin, en ég fann enga skyrtu á mig. Til að eyða einhverjum peningum keypti ég afmælisgjöf handa Önnu Margréti, ég hlakka svo til þegar hún fær hanaGrin 

Ég byrjaði annars að vinna í gær! Mætti kl. 17 án þess að vita hreinlega hvað ég ætti að gera... en ég var s.s. að þjóna á jólahlaðborði. Þegar ég mæti byrjar hann á að kynna mig og segja að ég komi frá Íslandi og kunni vel að tala dönsku, eða það mætti allavega ekki tala neitt annað við mig... Ég á pottþétt eftir að læra eitthvað í tungumálinu á þessum vinnustaðGrin Annars er þetta rosa fínt hótel, First Hotel Grand heitir það. Leist bara vel á starfsfólkið sem vinnur þar. En fyrsta vaktin var svaka erfið... úff... ég er með heljarins harðsperrur og þreytu í öllum kroppnum. Á að mæta aftur í fyrramálið kl. 6. Þarf að hjóla, sem tekur mig c.a. 25 mínútur en það þýðir að ég þarf að fara af stað að heiman kl. 5.30, þannig ég þarf að vakna kl. 5!! Ég hef aldrei verið fyrir það að vakna svona snemma og horfa á eftir öðrum sofandi í rúminu.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var farin að halda að þið væruð dauð, það var ekkert blogg! Sé það núna að þið voruð lasin... Til lukku með vinnunna, þú ferð beint í fitness keppnina Stella á þessum hjólatúrum

Gott að frétta héðan, bið að heilsa liðinu og vona að öllum fari að líða voða vel..

Knús á liðið, álfar á skeiði

Hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 19:52

2 identicon

Hallú!!

við höfum semsagt verið þjáningarsystur um helgina... mitt lið með upp og niður, heimilið angaði hér á sunnudagskvöldið! þvegið af rúmmi mínu 2 sinnum og hjá Matthildi líka!! jessi minn, þær frænkur hafa verið í gubbusambandi á laun!!

gott að frétta af vinnumálum, þú verður mega-túlkur á nóinu... og já ég skil að það verði erfitt að skilja liðið eftir hrjótandi... ég segi bara GO STELLA GO! ég verð allavega gó gó pía númer 1  

knús á ykkur duglega fjölskylda!

kær kveðja

Breiðvangsmafían ógurlega

Óskin (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 20:13

3 identicon

Stella mín, þú ert dugleg og átt eftir að spjara þig í gegnum dönskuna eins og allt annað sem þú hefur tekið þér fyrir hendur, það er bara jákvætt að þurfa að tala málið í því landi sem maður býr í. Danirnir verða lukkulegir með að hafa fengið þig í vinnu Vonandi fer að koma að Helga að fá vinnu líka.

Það kemur allt með kalda vatninu nú ef ekki þá því heita. elska ykkur mamma

Katrín Sól (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:09

4 identicon

Hæ stella og helgi hvað er að frétta af ykkur hvernig eru jólin hjá ykkur það er að frétta af íslandi og heimir svanur var að kaupa hús Víðimýri 2 740 neskaupstað og helgi freyr ólason er að koma austur aftur er vinna hjá pabba sinn eskifj í tannaberg.

kv kristinn agnar það er snjórkoma í íslandi nesk.

Kristinn A. Sörensen Eiríksson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:30

5 identicon

Elsku Stella mín þú ert SVO dugleg. Danskan verður fljót að koma hjá þér, vonand fær Helgi fljótlega vinnu. Gangi ykkur ótrúlega vel og sjáumst við ekki um jólin? :)

Kv úr borginni.

Anna Kristín Matt (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband