Hver setti nammi í skóinn minn?!?!

Hef bara verið í smá fríi frá tölvunni undanfarið, langaði bara ekki að lesa fréttir eða neitt. Er að komast aftur jörðina núna, eftir erfiða tíma í burtu frá fjölskyldu og vinum. Helgi stendur sig samt eins og alltaf og er búin að vera algjör svampur fyrir mig. Ég ætla að gefa honum eitthvað fallegt eftir þetta allt saman. 

Jólin, jólin, jólin koma brátt!!! Ekki verða rosa fúl við mig þó að það komi ekki jólakort inn um lúguna fyrir jól! Ég bara hef undanfarið ekki haft tíma til að skrifa jólakort né verið í skapi til þess hreinlegaShocking Ég er þó búin að kaupa jólagjafirnar og þær fara í póst á mánudaginn, það var bara ekki allt tilbúið í dag fyrir lokun pósthússins. Kannski kemst ég í jólakortagírinn á morgun og rumpa þessu af... annars geri ég þetta bara í næstu viku.

Annars er ég bara búin að vera að vinna eins og meiníak undanfarið. Var í fríi í dag, vinn á morgun og svo er það bara vikufríGrin Vorum að spá í að fara til Þýskalands í næstu viku að kaupa ódýrt nammi og gos fyrir jólin, ætli það verði ekki keyptur einhver jólabjór í leiðinniW00t Svo verður það bara að koma húsinu í stand fyrir jól og kaupa gjöf handa dýrinu. Veit hreinlega ekki hvað hún fær frá okkur foreldrunum.

Jólasveinarnir koma líka til Danmerkur að gefa börnum í skóinn. Hafdísi finnst þetta voða spennandi og er þæg fyrir jóla! Ég sagði frá jólasveinunum 13 og Grýlu mömmu þeirra á leikskólanum, viðbrögðin voru þau að þetta er ekki fallegt að segja litlum krökkum svona fyrir jólin... hahaha... Ég á eftir að segja þeim frá jólakettinum.

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha stórkostlegt.... ég fæ bara næstum aldrei svona fjölskylduheimþrá. Er greinilega byggð fyrir að búa í útlöndum :) kemur kannski stundum fyrir örlítið en ekkert að ráði...ég skal bara kenna þér hvernig á að takast á við það = vodkaflaska og súkkulaði!

Olla í Norge (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:32

2 identicon

hæ hæ stella mín er búin að hugsa mikið til þín síðustu daga, var einmitt að segja við systir þín aa að ég saknaði þess að fá þig ekki niðrí vinnu að spjalla og hanga hjá mér. Væriru til í að senda mér heimilisfangið þitt til mín í maili. hafið það sem allra best knús til ykkar allra kveðja Rósa Dögg

rósa dögg (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband