18.12.2008 | 09:54
Jólatré og jólaskraut!
Nú eru 6 daga í jól og ég búin að skrifa jólakortin og senda pakkana til Íslands ég sendi ekki jafnmörg jólakort í ár og ég hef gert undanfarin ár. Í dag ætlum við svo að skreppa til Siggu og sækja jólaskraut sem mamma sendi hana með til okkar. Jólatréð verður keypt í dag og skreytt um helgina. Á laugardaginn verður svo bakað... Ég er búin að baka eina uppskrift og hún er búin!! Ætli ég velji ekki 2-3 sortir sem við svo hámum í okkur um jólin. Stefnum líka á Þýskaland á morgun, svona til að kaupa gosið, nammið og jólabjórinn Þannig það er nóg að gera hjá okkur fram að jólum, svo vinn ég 22. og 23. Helgi er komin í jólafrí fram að 5. janúar, nema það snjói svaka um jólin þá fer hann að moka fyrir gamla fólkið, ekki líklegt að það gerist. Hafdís er svo líka í fríi frá leikskólanum fram í janúar.
Annars leggjast jólin bara vel í okkur, ætlum bara að vera heima hjá okkur á aðfangadag og hafa það huggulegt. Veit reyndar ekki alveg með hina dagana eða hvernig áramótin verða. Erum reyndar búin að segja já við að passa litla eins árs labradortík yfir áramótin, það verður bara stuð. Helgi er að springa úr tilhlökkun að geta farið út að labba með hund!!! Ég verð að vinna 29. og 30. þannig að hann og Hafdís hafa þá eitthvað fyrir stafni þegar ég er í vinnu.
Erum ekki búin að kaupa gjöf fyrir Hafdísi og það vefst eitthvað svaka fyrir okkur hvað gormurinn á að fá! Það er svo margt sem mig langar að kaupa, og margt sem hana vantar!! Ætlum svo að leyfa henni að velja jólagjöf handa okkur... það verður bara gaman
Þar til næst...
Athugasemdir
Það verður örugglega góð og ný upplifun að vera bara 3 saman á aðfangadagskvöld, bara næs:)
Heyri í ykkur í jólafríinu:*
Hrund og familien
Hrund og co (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:42
Gott að hafa nóg að gera .. Það er mitt mottó ;)
Leiðinlegt að hafa ekki verið heima í gærkvöldi þegar þú hringdir, stefni á að vera aðeins meira heima hjá mér næstu daga en ég hef verið og ég bíð auðvitað spennt eftir símtali ;) Sakna þín bara alveg heilan helling núna .. Knúsaðu liðið frá mér !
Kv H
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 18.12.2008 kl. 22:51
s
Steinunn (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.