Gleðileg jól

Gleðileg jól kæru vinir, ættingjar og þeir sem lesa bloggið

Hafið það sem best um jól og áramót, og munið að það sem borðað er um jól inniheldur engar hitaeiningar!

Aðfangadagur var mjög huggulegur hjá okkur hér í Óðinsvé. Byrjuðum daginn á því að fara með Þórey, Atla og börnunum að kveikja á friðarkertum í listigarði sem er nálægt þeim. Fengum okkur svo kaffisopa hjá þeim að því loknu, keyrðum við hjá Möggu og Pálma með pakka fyrir Júlíu og svo var brunað heim að gera matinn klárann. Hafdís lagði sig á meðan við stússuðumst í eldhúsinu, ég að laga súpuna og hamborgarahrygginn og Helgi að klára að ganga frá síðustu pökkunum. Maturinn bragðaðist afar vel, Hafdísi fannst þó algjör vitleysa að vera að borða meira eftir súpuna, hún var búin að borða og var ekki lengur svöng... af hverju að borða þegar maður er ekki svangurShocking Ég get einhverntíma lifað eftir þessu mottói!!! Við Helgi borðuðum auðvitað fyrir öll svöngu börnin í afríku og meira tilGrin Hafdís átti ekkert bágt með pakkana undir tréinu og lét þá alveg vera þar til pakkatíminn var komin. Þá opnaði hún bara einn og einn pakka, lét okkur líka fá pakka og horfði á með eftirvæntingu þegar við opnuðum okkar. Fannst þetta bara skemmtilegt og vildi greinilega láta þennan góða tíma endast. Hafdís fékk fullt af bókum sem við vorum svo ánægð með, þar sem að búið er að lesa bækurnar hennar í göt, var þetta bara æði. Við fengum fullt af fallegum gjöfum, takk fyrir okkur allir sem sendu okkur pakkaKissing Þar sem við borðuðum aðeins yfir okkur var enginn eftirréttur nema Nóa-konfekt eftir að búið var að opna pakkana.

Í dag hittumst við svo heima hjá Þórey og Atla, við og Magga og Pálmi, og borðuðum saman góðgæti. Þar sem maginn náði að stækka mikið í gær, við mikið át, var tekið á því aftur í dag! Það var mikið borðað þar af góðum mat, kökum og konfekti. Ég fór með hangikjötssalat þar sem Elín gaf okkur hangikjöt, heimareykt af Skúla í Miðbæ, og mamma og pabbi komu með blandað grænmeti þegar þau komu í október. Búin að spara dósina til jólaSmile Magga kom með brauðrétti og Þórey bakaði. Núna liggjum við afvelta og reynum að melta!

Þar til næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól fallega fjölskylda, gaman að heyra að jólin eru búin að vera svona næs:) Við hjónin erum búin að hafa það voða gott, Jakob algjör engill:)

Erum að hugsa til ykkar elskurnar, knús og kossar, Hrund, Emil og Jakob

hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 20:53

2 identicon

bllhjjjjjjjjjjjjjjjjjj

Steinunn (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:32

3 identicon

Afvelta uppí sófa? Er það svipað og að vera eins og klessa uppí sófa eða þá haugur?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband