31.12.2008 | 10:30
Hundapassarar um áramót!
Jólin eru búin að vera frábær hjá okkur. Erum búin að hitta þau systkin Möggu og Atla og þeirra fjölskyldur mikið yfir hátíðarnar. Fórum á jólaball hjá Íslendingafélaginu í Óðinsvé á annan í jólum, þangað kom stórskemmtilegur Kertasníkir í heimsókn og gaf börnunum nammipoka frá Nóa og Síríus enda nýkomin frá Fróni karlinn Buðum svo heim til okkar á 3ja í jólum í fiskiveislu eftir allt kjötátið.
Erum að passa hund, hún heitir Perla og er alveg yndisleg, akkúrat svona hundur eins og ég vil hafa. Róleg og góð en finnst mjög gaman að leika sér. Sigrún Haralds á hana, en hún og fjölskylda eru hjá Þráni og þar má ekki hafa hund svo við græddum á því. Hafdís vill að þetta sé nýji hundurinn hennar og er ekkert á því að þurfa að skila henni!! Búin að fara í góða göngutúra með Perlu og Hafdísi finnst þetta nú ekki leiðinlegt að hafa hund með í för. Pössum núna vel inn í þetta hundahverfi sem við búum í.
Ætlum að borða hér heima hjá okkur í kvöld og fara svo til Möggu og Pálma eftir mat, þau eru með RÚV svo það er hægt að horfa á skaupið þar - þurfum ekki að missa af því þó við séum í DK Erum samt klukkutíma á undan í tímanum svo á miðnætti verður skaupið í loftinu. En þar sem við erum Íslendingar höldum við bara áramótin á íslenskum tíma
Þar til næst...
Athugasemdir
Komdu með mér í gamlárspartý - gamlárspartý - gamlárspartý ! .. Góða skemmtun í kvöld ;)
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:28
hæ elsku Stella.
Var að koma úr gamlársparty Að þessu sinni frá Eið og er alveg viss um að hann biðji að heilsa.
Gleðilegt nýtt ár og sjáumst pottþétt á því nýja.
kveðja Þóran sem ætti að vera lööööngu farin að sofa he he.
Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 1.1.2009 kl. 06:34
Hæ Stella
Við horfum bara á skaupið þegar okkur passar. Rúv er nefnilega orðið svo næs að þeir leggja það út á netið þannig að maður getur horft á það þegar manni hentar.
kv Tinna
Tinna (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:44
hæ elsku Stella.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla..veit ekki hvort að þetta comment mun skila ser, en reyni þo hahaha
Steinunn Salome (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:50
hæ elsku Stella.
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla..veit ekki hvort að þetta comment mun skila ser, en reyni þo hahaha en já mer finnst bara skondið að Palmi se giftur Möggu, litill heimur ha!
En nu fer að styttast i að maður verði grasekkja, hvort maður fari bara að blogga, er það ekki fin utras hahaha
knusss til ykkar
Steinunn Salome (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:52
hæ og gleðilegt ár öll sömul kvitt kvitt fyrir innlitið
Rósa dögg (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.