Takk fyrir árið 2008

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðnaWizard

Árið 2008 = árið sem ég á seint eftir að toppa! Ætlaði að skrifa einhvern pistil um hvað ég gerði, en nenni því bara ekki. Kannski einhverntíma þegar ég verð í bloggstuðiWink 

Hef verið að vinna mikið undanfarið og hreinlega ekki nennt í tölvuna... hvað er það þegar maður nennir ekki í tölvuna?! Hef ekki einu sinni tekið fréttir! En núna er ég komin í vikufrí frá hótelinu og ætla að njóta mín í tætlur, skólinn byrjar svo 2.febrúar og þá þýðir ekkert að slaka á svo ég ætla að nýta mér alla frídaga í janúar til þess. 5-7. febrúar verður svo farið í RUS-TUR sem er skárra orð yfir 2ja daga fyllerí til að þjappa nýnemum saman, er ennþá að gera það upp við mig hvort ég sé að faraWoundering

Þar til næst...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita drífurðu þig, þetta verður bara gaman. Fínt að kynnast nýnemunum svona. Gaman að sjá blogg frá þér. kíki hingað inn á hverjum degi. Engin þrýstingur samt, finnst bara gaman að fá fréttir af þér. Ég nenni alls ekki að blogga, byrjaði á vefdagbók hjá strákunum og það hélst nú ekki lengi þannig að ég yrði afleitur bloggari. Hafið það alveg rosalega gott og þú hefur bara gott að þvi að skella þér á nýnemadjammið.

Kossar og knús.

Anna Kristín

Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 11:09

2 identicon

Stella þekki þig ekki rétt ef þú drífur þig ekki á djammið með nýnemunum og sýnir þeim hvernig á að skemmta sér. kveðja rósa dögg

Rósa dögg (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 16:29

3 identicon

Árið 2008 verður varla sett í orð hérna megin heldur, besta ár ever þrátt fyrir kreppu... Barn, gifting og lífið maður,lífið;)

Auðvitað ferðu á djammið, segir þetta bara svo við kommentum að þú verðir að fara, ætlar að fara hvort eð er ef ég þekki Tomma tómat rétt... hahaha

heyrumst;)

Hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Stella Rán

Ég heiti Tommi Tómatur...

Stella Rán, 12.1.2009 kl. 08:43

5 identicon

hahahahah já Selena Britax þú sýnir þeim hvernig á að gera þetta!!!

Gleðilegt ár elskurnar, 2008.... ótrúlegt ár í alla staði! dásamlegt brúðkaupið frá A-Ö fluttningur, lítill frændi og svo óvænt brúðkaup.. vá synd að Gerður hafi ekki skellt sér í kirkjuna líka hahaha

Er spennt að sjá hvað 2009 ber í skauti sér, ég ætla allavega að skemmta mér!

knús á línuna

kveðja

Lúbí Lúbana

Ósk (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:59

6 identicon

Hææ og gleðilegt ár

Það er svipað á þessum bæ...á einmitt að mæta á laugardaginn...einhverskonar dagur tekinn til að þjappa bekknum saman...ótrúlegir danirnir. En þetta er bara sniðugt og svo á líka að vera djamm um kvöldið en ég ætla að skella mér í afmæli til vinkonu minnar í staðinn...ég sem djamma nú ekki mikið þá þarf náttúrulega allt að gerast á sama degi....ótrúlegt En vá 2 dagar...það á aldeilis að þjappa ykkur vel saman

Væri gaman ef við myndum svo reyna að hittast fljótlega

Knús, Guðrún og co :)

Guðrún (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 00:42

7 identicon

Hallú hallú!

Vildi bara láta ykkur vita að fallega myndin af ykkur er komin í ramma og uppá píanóið!! þann heiðursstall!! hahaha

jæja Selena... hvernig var...

knús í kotið

Ósk og stóðið

Ósk (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband