Skólafólk í Óðinsvé

Sólin skín og himininn er blár í Óðinsvé þennan daginn. Er bara ekki frá því að það sé vor í lofti, segja það Danirnir að það styttist í vorið. Ég hlakka til að fá sólina hærra á loft og lengri dagaWink

Helgi hefur ekki enn fengið neina vinnu svo hann tók á það ráð að sækja um í skóla. Umsóknarfresturinn rann reyndar út 5. desember en hann fékk að leggja inn umsókn þrátt fyrir það. Hann vantar reyndar einhverja staðfestingu á því að hann sé búin með 10. bekk, það er verið að leita í gömlum skjölum að því í Neskaupstað. Bara gott að eiga góða aðSmile Og ef allt fer vel byrjar hann í Adgangskursus í Teknikum á þriðjudaginn næsta, ég byrja svo á mánudeginum á eftir honum þannig að það er allt að gerast hjá okkur þessa dagana. Stella og Helgi skólafólk!!

Fórum og heimsóttum Berglindi Þóru, Gísla og Írisi Evu dóttir þeirra til Vejle síðustu helgi. Íris og Hafdís léku sér mjög vel saman. Bara gott fyrir Hafdísi að komast í svona stelpuherbergi að róta til. Við fengum geggjað að borða hjá þeim og fórum snemma um morguninn í rúmið... Var ekkert sérlega glöð þegar Hafdís vildi bara fara á fætur kl. 9 um morguninn hehe.. En eyddum svo deginum  með þeim og fórum heim á laugardagskvöldið. Þannig að nú eigum við nýtt frændfólk hér í DK og getum haldið áfram að flakka um Danmörku í heimsóknir. Þær hafa nú farið minnkandi þar sem ég vinn mikið um helgar, var t.d. í fyrsta helgarfríinu (heila helgi) síðan í Nóvember! Er að gera það upp við mig hvort ég eigi að halda áfram að vinna á hótelinu um helgar eða helga mig gjörsamlega skólanum. Er samt búin að segja já við febrúar.

Þar til næst...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh hvað er gaman að heyra í í þér. Líst vel á þetta hjá Helga að drífa sig bara í skóla líka, bara gaman. Þú bara prófar og hvort það virkar að vera vinna svona um helgar og ef það virkar ekki þá bara hættirðu eftir febr., mánuð. Það er allt gott að frétta héðan. Mamma, pabbi, Andrea og Sigrún komu í gær í heimsókn og verða fram yfir helgi. Bjarki er svo á leiðinni austur í dag að fara vinna. Heppin hann þá kemst á hann á sveitablót. Ég held samt að þetta hafi verið skipulagt hjá honum svo hann komist á sveitablót. Jæja hef það ekki lengra, ætla halda áfram að læra. Koss og knús á línuna.

 Kv. Anna Kristín 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:44

2 identicon

Hæ sæta danska spæta

Gaman að heyra að þið þekkjið svona marga í DK--Þið vitið að Helga Hafdís er líka þarna

Heyrðu Helgi skólastrákur flott hjá honum, hvað ætlar hann að fara læra?

Verður bara spennandi að fara byrja loksins í skólanum  en er farin að langa sjá þig kona, veðrur skrítið að fara austur og enginn Stella

Anna Kristín pottþétt skipulagt haha hvað er hægt að segja annað en KARLMENN

knús á línuna

Steinunn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:14

3 identicon

Gaman að heyra að allt sé að gerast hjá ykkur;) Öfund, öfund yfir góða veðrinu.. Er að setja sjálfa mig í hættulegar aðstæður í þessari blessuðu hálku þegar maður fer út að labba, ó mæ god! Heppin að vera ekki búin að detta enn:/

Þið verðið flott bæði í skóla, gera nesti fyrir hvert annað og svona... Heyri í ykkur við tækifæri þegar þið eruð ekki í læristuði og bara kjaftastuði:)

Kveðja Hrundin

Hrund og co (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband