4.3.2009 | 13:46
...
Jæja, þá eru 3 dagar búnir af 4 í praktikinni. Ég læt mig hafa þetta og ætla svo bara að liggja eins og klessa á föstudag, laugardag og sunnudag, reyna að jafna mig sem best og safna kröftum fyrir næstu viku En þetta er búið að vera mjög gaman, ég segi nú ekki mikið en spyr alltaf þegar ég skil ekki eitthvað, sem er jú mikilvægast. Það er svo fyndið að vera þögla gellan þar sem það er alls ekki ég! Að geta ekki blandað mér í samræðurnar á kaffistofunni, vita rétta svarið en geta bara alls ekki sagt það.... Púha! Væri líka eflaust miklu betra ef ég væri frábær í heilsunni, en það er ekki á allt kosið. Ég fer aftur þarna í praktik í haust og þá ætla ég nú að geta talað aðeins meira.
Fórum á öskudagsskemmtun hjá Íslendingafélaginu síðustu helgi, Hafdís var að sjálfsögðu ljón, það var fínt, barnið skemmti sér allavega vel og það er fyrir mestu. Hún var nú samt ekki með mikla eirð í það slá tunnuna, sló einu sinni og svo var hún rokin að leika sér. En gat vel farið og þegið nammið sem datt úr tunnunni þegar hún sprakk!!
Nú hef ég mikla trú á því að vorið sé að koma, gaman að vakna á morgnana og það er bara orðið alveg bjart. Í dag skín sólin skært og reynir að hita upp jörðina. Það er vor í lofti - og svo kemur rigning pottþétt, hehe!
Ætla að leggja mig núna áður en dísin kemur heim af leikskólanum
Þar til næst...
Athugasemdir
Stella mín hvíldu þig nú vel og stattu við það, elska ykkur og knúsið ljónið frá mér
Katrín Sól Högnadóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 02:10
Vá hvað ég kannast við að vera einhver önnur en mann er í svona útlandi. Það er samt svo findið að vita að allir hafa einhverja ákveðna mynd af manni, þögla, hlédræga típan sem er svo langr frá raunvöruleikanum. En ef þig hefur einhvertíman langað að prófa að vera einhver annar þá er tækifærið
knús
María Katrín Jónsdóttir Ármann, 10.3.2009 kl. 15:09
Hæ sæta familía!
ég er að hugsa til ykkar... vildi að litla ljónið og Batman hefðu getað leikið sér saman... sá tími mun koma ;)
Farðu vel með þig Stella mín, þú ert kraftakona sem getur allt! gangi ykkur vel í skólanum, gott hvað það gengur vel!
hér eru sko búin að vera veikindi á veikindi ofan! það tekur einn við af öðrum og húsið er sko nýhætt að anga af ælu...
knús á ykkur
kveðja
Óskin og co
Ósk (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.