30.4.2009 | 17:59
Sumar og sól í Odense
Nú er sumarið komið, með tilheyrandi sól og PÖDDUM!! Hafdís er hæstánægð með alla maurana sem eru hér, vill endilega fá að hafa þá inni hjá sér sem gæludýr... það er ekki að fara að gerast! Við erum eins með kóngulærnar mæðgurnar og viljum helst ekki fá þær inn, og bara ekki í garðinn heldur. Hvaða tilgangi þjóna kóngulær annað en að veiða flugur? Ég hef aldrei séð geitung í kóngulóavef!!
Fékk niðurstöður úr fyrsta prófinu í dag, og ég náði því Mjög glöð með það, var eitthvað efins en nú er það staðfest og ég get farið að einbeita mér að næsta prófi og verkefnum. Fer í eitt próf að lokinni þessari önn og það er 25. júní, en massa verkefnavinna fram að því til að fá próftökurétt.
Frá því við komum frá Íslandi er bara búið að vera frábært veður hér í Odense, ég búin að brenna og flagna og nú tekur tanið við Hafdís er mjög ánægð þessa dagana á leikskólanum, eftir Íslandsferðina er hún miklu betri í að skilja að dönskuna og íslenskuna en gerir sér ekki endilega grein fyrir hvort tungumálið hún er að tala. Hitinn fer svolítið í hana, orkuna þ.e.a.s. og kemur hún heim af leikskólanum alveg búin á því er sofnuð hér upp úr hálfátta og samt er erfitt að vekja hana á morgnana.
Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur undanfarið og mikið að gera framundan. Erum að fara til Siggu frænku á morgun og ætlum að vera fram á laugardag, Begga frænka og Eva systir hennar ætla að koma á sunnudaginn. Þá verður farið í dýragarðinn og dúllast eitthvað í bænum. Aldrei leiðinlegt í þessu koti!
Þar til næst...
Athugasemdir
Greinilega nóg að gera hjá ykkur, það er ekkert orðið dúndur heitt hér heima né sumarlegt en kóngulærnar eru að byrja að sýna sig hér líka, NÚ VERÐUR EITRAÐ,
Katrín Sól Högnadóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:25
hér er líka sumar og sól svo ég nýt vorsins með þér út í ystu æsar.
Kellingar þrítugar á næsta ári.... Sameiginlegt afmæli í Odense...smalast vinkonurnar til odense í eina heljarinnar afmælishelgi og spara sér í staðinn að gefa gjafir og fara í afmæli?
Olla í norge (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 07:22
Sumarið komið segir þú... sumarið var hér í einn dag og nú er komið haust;) hahaha
Skil ykkur með köngulærnar, fer ekkert nánar út í það þeink jú verí mötsj:) njótið bara veðursins með hárspray og/eða eitur í annarri...
Til hamingju með prófið, vissi nú að þetta yrði ekkert mál;)
þar til næst, knús á liðið:*
Hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 12:20
Ég verð memm í afmælinu ;)
Sakna ykkar meira en billjón billjónir .....
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.