Mamma

Í dag á mikilvægasta kona í lífi mínu afmæli, það er hún mamma. Og til að að toppa 50 ára afmælisdaginn hjá þessari frábæru konu, sem er mér svo kær, hendir hann á mæðradaginn þetta árið. Mér finnst hún vera besta mamman í heiminum.

Mamma er konan sem er alltaf til staðar, konan sem hefur kennt mér svo margt. Hún kenndi mér að tala sem barn, kenndi mér svo að þegja sem aðeins eldra barn, kenndi mér hvað á að segja og hvenær á að þegja, þegar ég þroskaðist aðeins meira. Hún hefur reynt að eftir sinni bestu getu að kenna mér muninn á réttu og röngu og ég held að ég lifi nokkuð vel eftir því sem mamma kennir mér.

Mamma er konan sem er alltaf til staðar, þegar eitthvað kemur upp á. Hún samgleðst með mér þegar ég er glöð, syrgir með mér þegar ég er hrygg, stappar í mig stálinu þegar eitthvað bjátar á. Segir mér ekki endilega hvað ég á að gera en leiðbeinir mér á rétta braut ef brautin mín verður of grýtt.

Mamma er konan sem er alltaf til staðar, þegar ég þarf að tala þá hlustar hún, þegar ég þarf að þegja talar hún eða þegir með mér þegar ég vil ekki hlusta bara þegja.

Mamma er konan sem er alltaf til staðar, fyrir fjölskylduna sína sem hún ann kærast. Fyrir vini sína, fyrir ættingja, kunningja. Alltaf til í að fá félagsskap, alltaf til í góðan gleðskap. Ef einhver segir útilega er hún til í að mæta, því hvergi kann hún betur við sig en í hópi góðra vina og ættingja úti í náttúrinni með fellihýsið góða.

Mamma er konan sem ég lít upp til. Konan sem lifir fyrir daginn í dag. Hamingjusöm er hún því hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir og mamma hefur mikla ánægju af því, hefur gaman að vinnunni sinni og þeim hlutverkum sem hún gegnir og því sem hún er... móðir, eiginkona, amma, tengdamamma, vinur, systir, frænka, sjúkraliði o.s frv. „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf, hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér“ lýsir mömmu minni best.

Mamma er konan sem er mér kærust, konan sem hefur gefið mér mest. Konan sem gaf mér lífið.  Konan sem ég leita til með allt því hún hefur svörin við öllu. Konan sem ég kynni fólki stolt fyrir og segi hreykin; „Þetta er mamma mín“

Elsku mamma til hamingju með afmælið, þennan áfanga í lífinu. Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu og þannig vil ég hafa það! Ég vildi að ég væri með þér þennan dag en við lifum undir sama himni þó svo við sjáum ekki sama sjóndeildarhringinn og ég veit að þú ert bara eitt símtal í burtu.Ég elska þig alltaf og alltaf. Þín dóttir Stella Rán.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá flott Stella! Til lukku með mömmu þína og til hamingju með afmælið Kata, vona að dagurinn hafi verið ánægjulegur;*

Knús á liðið, Hrund og co

hrund og fjölskylda (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:42

2 identicon

Vá en fallegt ég er bara með tár í augunum eftir þessa lesningu.

María Katrín (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband