30.6.2009 | 01:28
Á leiðinni að heiman og heim!
Að heiman er gott en heima er best, heyrði ég fleygt um daginn. Ég er svo sammála þessu, nú þegar ég er á "heim"-leið en á sama tíma að fara að heiman. Heima er þar sem dótið mitt er en Neskaupstaður er alltaf heima í mínum huga, á ég þá ekki tvö heimili?!
En nú er allur spenningur á enda og strenningurinn (stress/spenna) tekin við... hvað á ég að taka með, þessu má ekki gleyma, þetta verður eftir, nota þetta aldrei, er ég ekki komin með of mikið, nei ég má ekki vera án þessa og þessa og þessa... nei, jú ég á eftir að nota alla þessa skó! Já, þetta er búið að vera frekar erfið pökkun, ég hef aldrei farið að heiman áður í 6 vikur með famelí með! Og ég get ekki ákveðið í hverju ég ætla að vera um verslunarmannahelgina... svo það er bara best að taka þetta allt.
Hafdís Huld ætlaði aldrei að sofna í kvöld, svo spennt fyrir ferðalaginu. Segist vera fullorðin og ráði sér alveg sjálf, hún þurfi bara ekkert að sofa... hahaha...
Anna Margrét er búin að vera hjá okkur undanfarna 10 daga, bara búið að vera gott og notalegt að hafa hana. Hafdís var reyndar svo svo svo lasin hérna fyrstu 5 dagana að það var ekkert hægt að gera skemmtilegt með Önnu en hún er sátt með ferðina. Fór í keilu, í búðir, bíó, friluftsbaðið, í búðir marga rúnta um Óðinsvé, og í búðir. Hún er sko fötuð upp fyrir sumarið gellan En allir góðir tímar taka enda. Nú kemur hún með okkur heim í ferjunni. Ég er samt strax farin að hlakka til að fá hana aftur í heimsókn.
Nú bíðum við Helgi eftir að leggja af stað til Hanstholm, einn og hálfur tími í að ferðalagið hefjist. Þ.e. að við leggjum af stað, Norræna fer svo frá DK kl. 11 að staðartíma... og 2 sólarhringum seinna keyrum við upp Fjarðarheiðina, Fagradalinn, Oddskarðið og niður í fjörðinn fagra... "Heim"
Þar til næst...
Athugasemdir
dásamlegt! þið eigið sko eftir að njóta ykkar við fjörðinn fagra;) hafið það nú huggó og ekki væri leiðinlegt ef þið ættuð leið suður;) bara segi svona...
vona að ferðin gangi vel og bíllinn sé nú ekki ofhlaðinn af fötum og dóti sem ekki verður notað;)
kveðja hrundin
hrundin (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:44
Núna ertu komin heim sæta og er það ekki eins æðislegt og þú áttir von á ? Ég fékk alveg fiðrildi í magan þegar ég var að lesa þetta af spenningnum sem var í þér ;-) Skil þessa tilfinningu.
Nú segir þú okkur bara hvernig er að vera komin heim og farin að vinna, úff :-)
Kveðja á alla
Setta
Setta (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.