4.10.2009 | 19:48
Erum flutt!!
Ég er hér enn, bara ekki mjög iðin við að blogga!
Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur síðan ég bloggaði síðast. Ég er alltaf í praktíkinni í Nyborg, Helgi í skólanum og Hafdís í leikskólanum. Það er þó að síga á seinni hlutann í fyrri hlutanum í praktíkinni. Það eru 3 vikur eftir í Nyborg svo skóli í 2 vikur og svo frí í eina þar til ég fer aftur. Þessum módul (helmingur annar) líkur með ritgerð sem við verðum að vinna í skólanum í 2 vikur. Ég hlakka til að fá viku frí
Helsta er þó að frétta af okkur er að við erum flutt af Demantsvej 20 í litla kollegie íbúð! Fluttum á fimmtudaginn síðasta og erum að koma okkur fyrir. Þetta verður bara huggulegt hjá okkur hér í 53 fm. en þó smá erfitt að koma dótinu, sem við vorum með í 100 fm., fyrir í þessu plássi en þetta er allt að hafast. Hér ætlar okkur að líða vel, höfum fullt af góðum nágrönnum og fyrst og fremst er Hrafnhildur hér í næsta húsi sem er bara frábært. Það er líka fullt af krökkum hér á aldur við Hafdísi svo henni á ekki eftir að mislíka við nýja staðinn. Mest finnst mér leiðinlegt að hún þarf að skipta um leikskóla, hún á svo góða vini á hinum, en það er ekki hægt að fá allt Erum þó farin að undirbúa hana undir það og hún er aðeins spennt yfir þessu öllu saman en vill þó bara fá vini sína og leikskólakennara með sér á nýja leikskólann... er að vonast til að geta sett hana í aðlögun í vikufríinu mínu.
Annars er þessi önn bara búin að vera frekar strembin, vakna snemma til að vera mætt snemma en það er bara eitthvað svo erfitt að koma sér í rúmið snemma Það gengur bara fínt hjá mér í praktíkinni og eftir að ég byrjaði þar hefur danskan verið að koma miklu hraðar, skil meir og meir með hverjum deginum en á þó smá erfitt með að koma hlutunum frá sér. Þarf að minna mig á það á hverjum degi og oft á dag að Róm var ekki byggð á einum degi.
Þar til næst...
Athugasemdir
Oh hvað er gaman að lesa blogg frá þér. Gott að allt gengur vel. Danskan kemur hægt og bítandi. Þótt það sé kannski hægt að bera saman dönsku og ensku þá var þetta alveg eins þegar ég var úti. Átti oft erfitt með að koma hlutum frá mér og eg forðaðist það oft að svara í símann á heimilinu en svo þegar leið á dvölina þá hikaði ég ekki við að svara í simann.
Skil þig svo vel með það að koma sér snemma í rúmið, ég kann það bara ekki, svo núna þegar Bjarki er ekki heima þá dreg ég það en þá meira að drífa mig í rúmið. Hafði það alveg rosalega gott og ég bið að heilsa liðinu þarna út.
Kossar og knús frá Akureyri, Iceland
Anna Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.